Ashley Cole, fyrrum leikmaður liða á borð við Arsenal og Chelsea, hefur gefið vitnisburð um innbrot sem átti sér stað á heimili hans og fjölskyldunnar fyrir nokkrum árum. Cole segist hafa óttast um líf sitt og fjölskyldu sinnar en innbrotsþjófarnir hótuðu meðal annars að höggva af honum fingurnar ef hann hlýddi ekki skipunum þeirra.
Innbrotsþjófarnir notuðu hamar til þess að brjóta sér leið inn um einn inganginn að húsi Cole í Surrey en stuttu seinna bundu þeir Cole unnustu hans Sharon Canu.
Cole sagði frá því í dómssal á dögunum hvernig innbrotsþjófarnir hafi hótað að höggva af honum fingurnar en í stað þess að reyna fela sig þegar að hann heyrði að innbrotsþjófarnir voru komnir inn í húsið ákvað hann að grípa þéttingsfast utan um dóttur sína og vonaði að þjófarnir sýndu miskunn.
Cole faldi sig í fataherberginu í húsinu ásamt dóttur sinni en einn af innbrotsþjófunum, maður með írskan hreim að sögn Cole, kom þangað inn á endanum og sagði Cole að hypja sig á lappir.
Þessi fyrrum leikmaður Arsenal og Chelsea reyndi hvað hann gat að gera öðrum viðvart um að brotist hafi verið inn í húsið hans. ,,Ég öskraði meðal annars af svölunum ‘hjálpið mér hjálpið mér.’
Cole hélt að hann myndi deyja. ,,Ég var þarna með börnunum mínum og eiginkonu og enginn til að hjálpa okkur.“
,,Ég taldi mig þurfa að halda ró minni, sýna þeim ekki að ég væri hræddur. Ég vildi heldur ekki sýna dóttur minni að ég óttaðist um líf okkar.“
Innbrotsþjófarnir skipuðu Cole að afhenda sér alla skartgripi og úr sem hann átti.“
,,Einn þeirra tók þéttingsfast utan um hálsinn á mér á meðan að ég hélt á dóttur minni. Hann sagði við mig ‘slepptu dóttur þinni’ en ég neitaði að gera það. Dóttir mín hélt fast utan um mig og ég bað þá bara um að taka það sem þeir vildu en láta mig og fjölskyldu mína vera.“
Bæði Cole og Canu coru bundinn með hendur fyrir afta bak. ,,Sonur minn sá þá binda mig, ég horfði á andlit hans og það var bara hvítt.“
Lögreglan átti hins vegar eftir að fá ábendingu um málið en þegar að hún mætti á staðinn voru innbrotsþjófarnir á bak og burt en tekist hefur með hjálp myndbandsupptöku úr öryggiskerfi hússins að bera kennsl á einhverja úr innbrotsgenginu. Dómsmálið heldur áfram næstu daga.