Stuðningsmaður Schalke í þýska fótboltanum hefur vakið heimsathygli fyrir það hvernig hann ferðaðist með þrjá stóra bjóra.
Maðurinn setti bjórana þrjá á hausinn á sér og labbaði svo um án þess að skvetta einum dropa úr.
Atvikið átti sér stað þegar Schalke tryggði sér aftur sæti í þýsku úrvalsdeildinni.
Maðurinn setti einn bjór á haus sinn og svo síma sinn ofan á hann, hann hlóð svo tveimur stórum bjórum ofan á símann og gekk áfram.
Sjón er sögu ríkari.