fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Erfðafræðilegt undur: Hlóð á sig miklu magni af vöðvum – „Diskurinn var eins og fjall hjá honum“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 11. maí 2022 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City gekk í gær frá kaupum á Erling Haaland. Haaland hefur á tveimur og hálfu ári orðið einn besti knattspyrnumaður í heimi en framherjinn frá Noregi er 21 árs gamall.

Alf-Inge, faðir hans lék meðal annars með Manchester City á ferli sínum en sonurinn fetar nú í fótsport hans.

Real Madrid hafði einnig lagt áherslu á að fá Haaland en nú er allt frágengið og framherjinn fer til Manchester City.

Haaland hefur bætt sig mikið líkamlega á undanförnum árum. „Líkami hans tekur vel við æfingum en genin í honum eru mjög góð,“ segir Erase Steenslid sem þjálfað hefur Haaland og segir hann í raun vera erfðafræðilegt undur.

„Hann bætti á sig tólf kílóum af vöðvum á fimmtán mánuð. Það var rosalegt, við bjuggum til vöðva. Hann var alltaf að borða og diskurinn var eins og fjall hjá honum.“

Haaland er bæði sterkur og fljótur og verður fróðlegt að sjá innkomu hans í ensku úrvalsdeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

United nær munnlegu samkomulagi

United nær munnlegu samkomulagi
433Sport
Í gær

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn