Samkvæmt frétt The Mirror í dag gæti það farið svo að framherjinn Diego Costa leiki í ensku B-deildinni með Birmingham á næstu leiktíð.
Kínverskir eigendur félagsins eru sagðir tilbúnir að selja það. Fyrrum leikmaður Barcelona, Maxi Lopez, er hluti af hópi sem er sagður ætla að bjóða í félagið.
Fari það svo að þeim takist að eignast meirihluta er talið að félagið muni reyna að fá hinn reynslumikla Costa til sín.
Costa er 33 ára gamall og hefur hann verið án félags síðan hann yfirgaf Atletico Mineiro í Brasilíu í janúar.
Hann er hvað þekktastur fyrir tíma sinn hjá Chelsea þar sem hann skoraði 58 mörk í 120 leikjum eftir að hafa komið frá Atletico Madrid árið 2014.