Antonio Rudiger, varnarmaður enska knattspyrnuliðsins Chelsea, hefur samið við Real Madrid um að ganga í raðir spænska félagsins að yfirstandandi tímabili loknu.
Þjóðverjinn mun formlega ganga til liðs við Real Madrid þann 1. júlí næstkomandi en hann kemur frá Chelsea á frjálsri sölu. Samkvæmt Sky Sports skrifar Rudiger undir fjögurra ára samning við Madrídarliðið.
Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, greindi frá því í síðasta mánuði að Rudiger hefði hafnað nýju samningstilboði Chelsea.
Everything is now done between Real Madrid and Toni Rüdiger. The deal has been completed, club sources confirm: he will play for Real. ⚪️⭐️ #RealMadrid
Contract until 2026, there’s no option for further season.
Official announcement: end of the season.
Here we go confirmed. pic.twitter.com/N6zn9w5pcR
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 10, 2022
Rudiger hefur verið einn af lykilmönnum Chelsea undanfarin ár og John Terry, fyrrum fyrirliði liðsins, lýsti vonbrigðum sínum með yfirvofandi brottför varnarmannsins á samfélagsmiðlinum Instagram í síðasta mánuði þegar hann sagði: „Hver leyfði þessum manni að fara?“
Viðskiptaþvinganir á hendur Roman Abramovich, eiganda félagsins, gerði það að verkum að ómögulegt var að framlengja samning Rudiger við Chelsea.