Manchester City hefur staðfest kaup sín á Erling Haaland frá Borussia Dortmund en kaupin ganga í gegn 1. júlí.
City borgar 63 milljóna punda klásúluna í samningi Haaland við Dortmund en hann gekkst undir læknisskoðun í gær.
Haaland hefur á tveimur og hálfu ári orðið einn besti knattspyrnumaður í heimi en framherjinn frá Noregi er 21 árs gamall.
Alf-Inge, faðir hans lék meðal annars með Manchester City á ferli sínum en sonurinn fetar nú í fótsport hans.
Real Madrid hafði einnig lagt áherslu á að fá Haaland en nú er allt frágengið og framherjinn fer til Manchester City.
Manchester City can confirm that we have reached an agreement in principle with Borussia Dortmund for the transfer of striker Erling Haaland to the Club on 1st July 2022.
The transfer remains subject to the Club finalising terms with the player.
— Manchester City (@ManCity) May 10, 2022