Venjan er að úrslitaleikur enska bikarsins fari fram eftir klukkan 16:00 á laugardegi í maí en breyting verður á í ár.
BBC sem er með réttinn á enska bikarnum tók ákvörðun um að leikurinn færi af stað klukkan 15:45 á íslenskum tíma.
Liverpool og Chelsea eigast við á Wembley á laugardag. Ástæða fyrir því að leikurinn fer fyrr fram en vanalega er Eurovision keppnin sem BBC sýnir einnig.
Eurovision keppnin er líkleg til vinsælda á Bretlandseyjum í ár þar sem Bretar eru með lag sem gæti farið langt.
Eurovision hefst á morgun en undankeppnin fer fram í vikunni og sjálft úrslitakvöldið fer svo fram á laugardag.