David Ornstein einn virtasti blaðamaður Bretlandseyja segir að Manchester City muni í vikunni staðfesta kaup sín á Erling Haaland frá Dortmund.
City mun borga 63 milljónir punda fyrir Haaland en slík klásúla er í samningi hans. Framherjinn frá Noregi fetar í fótspor föður sína, Alf-Inge sem lék með City.
Flest stórlið í Evrópu hafa verið á eftir Haaland en fyrir nokkru síðan var ljóst að City yrði fyrir valinu.
Ensk blöð taka svo málið lengra og segja að Haaland muni þéna 500 þúsund pund á viku og verður launahæsti leikmaður deildarinnar. Rúmar 80 milljónir króna í viku hverri fyrir norska framherjann.
Haaland hefur raðað inn mörkum í Þýskalandi en reynir nú fyrir sér á Englandi undir stjórn Pep Guardiola.