Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir Norrköping er liðið sótti 1-0 sigur til Helsingborg í sænsku úrvalsdeild karla í fótbolta í dag.
Christoffer Nyman skoraði eina mark leiksins á 70. mínútu. Norrköping er í 10. sæti með 10 stig eftir fyrstu sjö umferðirnar.
Valgeir Lunddal Friðriksson var þá í byrjunarliði Häcken er liðið vann 2-1 útisigur á Värnamo. Mikkel Rygaard Jensen kom gestunum yfir á 38. mínútu en Marcus Antonsson jafnaði metin fyrir heimamenn úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Alexander Jeremejeff skoraði svo sigurmarkið í upphafi síðari hálfleiks. Valgeir fór af velli þegar um 20 mínútur lifðu leiks. Häcken er í 4. sæti með 14 stig, tveim stigum á eftir toppliði Hammarby.
Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn af bekknum á 85. mínútu er Elfsborg gerði markalaust jafntefli við Djurgården á heimavelli. Hákon Rafn Valdimarsson, varmakvörður Elfsborg, sat allan tímann á varamannabekknum.