Atletico Madrid tók á móti Real Madrid í nágrannaslag í La Liga í kvöld.
Fyrir leik var Real þegar orðið meistari. Atletico er í baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu.
Atletico vann leikinn í kvöld 1-0. Markið skoraði Yannick Carrasco seint í fyrri hálfleik.
Atletico er í fjórða sæti deildarinnar, nú með sex stiga forskot á Real Betis sem er í fimmta sæti.
Þrjár umferðir eru eftir af deildinni.