Willum Þór Willumsson átti afar góðan leik með BATE í 2-1 sigri gegn Vitebsk í hvítrússnesku úrvalsdeildinni í dag.
BATE lenti undir á 26. mínútu leiksins en örskömmu síðar krækti Willum í vítaspyrnu. Hann tók spyrnuna sjálfur og skoraði af öryggi.
Á 56. mínútu átti Willum svo stoðsendingu þegar Danila Nechaev skoraði
Bate er á toppi deildarinnar með 19 stig eftir sjö umferðir.