Það er allt í rugli hjá Manchester United. Liðið tapaði 4-0 gegn Brighton í gær og missti þar með tölfræðilega af þeim möguleika á að leika í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Man Utd er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og gæti það enn farið svo að liðið missi af sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.
Nú segir Mirror frá því að Cristiano Ronaldo, stjarna liðsins, og Sir Alex Ferguson hafi haldið nokkra leynifundi um framtíðina.
Fyrrum stjórinn er sagður hafa átt stóran þátt í að fá Ronaldo aftur til félagsins síðasta sumar. Samningur Portúgalans rennur út eftir næstu leiktíð og hafa verið vangaveltur um framtíð hans. Erik ten Hag tekur við stjórn Man Utd í sumar og ætlar að hrista vel upp í hlutunum.
Ferguson vill þó ólmur hafa Ronaldo áfram hjá félaginu. Hefur hann tjáð honum það á fundum þeirra félaga. Skotinn vill sjá Man Utd taka næsta skref með Portúgalanna innanborðs.