Paris Saint-Germain tók á móti Troyes í frönsku Ligue 1 í kvöld.
PSG er þegar orðið meistari og hafði því ekki að miklu að keppa í kvöld.
Marquinhos kom PSG yfir á 6. mínútu og 20 mínútum síðar bætti Neymar við marki fyrir heimamenn.
Eftir hálftíma leik minnkaði Ike Ugbo svo muninn fyrir gestina.
Staðan var 2-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik.
Florian Tardieu jafnaði metin fyrir Troyes snemma í seinni hálfleik.
Fleiri mörk voru ekki skoruð. Lokatölur 2-2.