Jesse Lingard er á förum frá Manchester United þegar samningur hans rennur út í næsta mánuði.
Þessi 29 ára gamli leikmaður hefur verið orðaður við fjölda liða, til að mynda West Ham, þar sem hann lék á láni seinni hluta síðustu leiktíðar og stóð sig frábærlega. Þá hefur Newcastle einnig verið nefnt til sögunnar.
Nú segir íþróttafréttamaðurinn Rudy Galetti frá því á Twitter að Fulham hafi áhuga á því að krækja í Lingard.
Fulham verður nýliði í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Það er ljóst að það yrði sterkt fyrir félagið að sækja Lingard í baráttunni um að halda sér í deildinni að ári.
Sjálfur vill Lingard ólmur leika áfram í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.