Sebastian Kehl, sem er hátt settur á bakvið tjöldin hjá Borussia Dortmund, segir að það kæmi sér ekki á óvart að Erling Braut Haaland tæki lokaákvörðun er varðar framtíð sína í næstu viku.
Klásúla sem tekur gildi í sumar gerir félögum kleyft að kaupa Haaland á 64 milljónir punda. Það er því ljóst að hann fer annað.
Manchester City er talið leiða kapphlaupið um Norðmanninn. Félagið ætlar að bjóða honum 500 þúsund pund í vikulaun.
Real Madrid hefur þá einnig verið nefnt til sögunnar reglulega í sambandi við leikmanninn.
Haaland hefur verið stórkostlegur fyrir Dortmund frá komu sinni frá RB Salzburg í janúar 2020.