Það varð ljóst eftir 4-0 tap Manchester United gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í gær að liðið á ekki lengur tölfræðilegan möguleika á að ná sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Þetta þýðir að laun leikmanna munu lækka mikið. Hjá einhverjum leikmönnum lækka þau um allt að 25 prósent. Þetta er vegna þess að Man Utd mun fá mun minni pening fyrir að leika í Evrópudeildinni eða Sambandsdeildinni á næstu leiktíð, nokkuð ljóst er að liðið leikur í annari keppninni.
Cristiano Ronaldo gekk til liðs við Man Utd fyrir ári síðan. Hann þénar nú 385 þúsund pund á viku. Laun hans munu lækka um næstum 100 þúsund pund eða niður í 288 þúsund á viku. Það samsvarar tæplega 16 milljóna króna launalækkun.
Þá fara laun markvarðarins David De Gea úr 375 þúsund pundum á viku niður í 281 þúsund pund. Það er aðeins minni lækkun en hjá Ronaldo.