AC Milan heimsótti Hellas Verona í Serie A í kvöld. Með sigri gat liðið komist aftur upp fyrir Inter á topp deildarinnar.
Á 38. mínútu kom Davide Faraoni heimamönnum yfir. Sandro Tonali sá þó til þess að staðan var jöfn í hálfleik með marki fyrir Milan í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Tonalo var aftur á ferðinni með mark snemma í seinni hálfleik.
Alessandro Florenzi gulltryggði svo sigur Milan með þriðja markinu á 87. mínútu. Lokatölur 1-3.
Milan er nú tveimurs stigum á undan Inter þegar tvær umferðir eru eftir.