Wolves vill fá 70 milljónir punda (um 11,4 milljarðar íslenskra króna) fyrir miðjumanninn Ruben Neves, ætli sér eitthvað félag að kaupa hann í sumar. Daily Mail segir frá.
Neves er eftirsóttur en hann hefur verið mikið orðaður við Arsenal og Manchester United. Bæði félög leitast eftir styrkingu á miðjuna.
Neves er 25 ára gamall og hefur verið á mála hjá Wolves síðan hann kom frá Porto árið 2017. Þar hefur Portúgalinn heillað.
Þá á Neves að baki 26 landsleiki fyrir Portúgal.