Leiknir R. tók á móti Víkingi R. í Bestu deild karla í kvöld.
Víkingar vildu fá vítaspyrnu á fimmtu mínútu leiksins þegar Nikolaj Hansen féll til jarðar. Allt kom þó fyrir ekki.
Bæði lið fengu sín færi í fyrri hálfleik en gestirnir voru þó líklegri. Markalaust var í hálfleik.
Þegar tæpar 20 mínútur lifðu leiks voru aftur köll á vítaspyrnu frá Íslandsmeisturunum og í þetta sinn voru þau ansi hávær. Ekki ólíklegt er að þeir hafi haft nokkuð til síns máls en svo virtist sem brotið hafi verið á Ara Sigurpálssyni innan teigs.
Víkingur fékk nokkur færi til að finna sigurmark undir lok leiksins en tókst það ekki. Lokatölur markalaust jafntefli.
Víkingar eru aðeins með sjö stig eftir fyrstu fimm leiki tímabilsins. Leiknir er með tvö.