Brighton tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Moises Caicedo sá til þess að heimamenn leiddu 1-0 í hálfleik. Forystan hefði þó getað verið stærri þegar liðin gengu til búningsklefa.
Á fyrsta stundarfjórðungi seinni hálfleiks gekk Brighton þó gjörsamlega frá gestunum. Marc Cucurella kom þeim í 2-0 á 49. mínútu. Á 58. mínútu skoraði Pascal Gross þriðja markið og örskömmu gerði Leandro Trossard það fjórða.
Lokatölur urðu afar sannfærandi 4-0 sigur Brighton.
Brighton er í níunda sæti deildarinnar með 47 stig.
Man Utd er í sjötta sæti með 58 stig og á í hættu á að missa Evrópudeildarsæti. Liðið er sex stigum á undan West Ham og átta stigum á undan Wolves en síðarnefndu liðin eiga bæði tvo leiki til góða á Man Utd.