Frankfurt tók á móti West Ham í seinni leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar en fyrri leiknum lauk með 2-1 sigri Frankfurt.
Ljóst var að West Ham þurfti að sækja enda marki undir. Aron Cresswell fékk beint rautt spjald á 19. mínútu og þýddi það að gestirnir voru einum færri ansi stóran hluta leiksins sem gerði þeim erfitt fyrir.
Rafael Santos Borre kom heimamönnum í Frankfurt yfir með flottu marki á 26. mínútu. Þetta reyndist eina mark leiksins og sigraði Frankfurt einvígið því 3-1 í heildina og tryggði sér farseðilinn í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
David Moyes þjálfari West Ham var rekinn upp í stúku á leiknum en hann reyndi að þruma boltanum í boltastrák á vellinum.
Moyes hitti ekki barnið en ljóst er að illa hefði getað farið ef Moyes hefði hitt.
😳🎥 David Moyes was inches away from potentially seriously injuring the Frankfurt ball-boy.#WestHam | #UEL pic.twitter.com/pzN2MlmZQB
— TFS – Top Football Show (@TopFootballShow) May 6, 2022