Virgil van Dijk blómstraði nokkuð seint á ferlinum. Hann leikur í dag með Liverpool en hann gekk í raðir félagsins í janúar 2018. Þar sló hann í gegn og er elskaður og dáður af stuðningsmönnum félagsins.
Hann sinnti mikilvægu hlutverki í Liverpool liðinu sem vann Meistaradeildina 2018-19 og ensku úrvalsdeildina 2019-20. Þá hefur hann einnig unnið deildarbikarinn, heimsmeistarakeppni félagsliða og ofurbikar UEFA með félaginu.
Virgil segist vera stoltur af ferlinum sínum og þurfi ekki endalausa titla til þess.
„Ég skapaði mér nafn seint á ferlinum, en það lætur mig njóta þess enn meira. Ég mun aldrei vinna jafn marga titla og Sergio Ramos en það skiptir ekki máli, ég er stoltur af ferlinum mínum.“