Frankfurt tók á móti West Ham í seinni leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar en fyrri leiknum lauk með 2-1 sigri Frankfurt.
Ljóst var að West Ham þurfti að sækja enda marki undir. Aron Cresswell fékk beint rautt spjald á 19. mínútu og þýddi það að gestirnir voru einum færri ansi stóran hluta leiksins sem gerði þeim erfitt fyrir.
Rafael Santos Borre kom heimamönnum í Frankfurt yfir með flottu marki á 26. mínútu. Þetta reyndist eina mark leiksins og sigraði Frankfurt einvígið því 3-1 í heildina og tryggði sér farseðilinn í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
Það sauð á Declan Rice stjörnu West Ham eftir leik en hann las yfir dómara leiksins og sakaði hann um spillingu, atvikið má sjá hér að neðan.
Se dan cuenta hasta en Europa. Gil Manzano y sus cosas. pic.twitter.com/s7G8mLHT7w
— Imanol Echegaray G. (@imanoleg_) May 6, 2022