Samkvæmt hlaðvarpsþættinum Dr. Football verður Sigurður Egill Lárusson áfram utan hóps hjá Val í kvöld þegar liðið heimsækir FH í Bestu deildinni í kvöld.
Sigurður er öflugur kantmaður sem hefur reynst Val lengi, hann hefur hins vegar verið utan hóps í síðustu tveimur leikjum.
Sigurður var í hóp gegn ÍBV í fyrstu umferð en var ónotaður varamaður.
„Hann hlýtur að kíkja á leikinn í kvöld og fara í gott bakherbergi eftir leik, FH virðist vera með veskið á lofti og Óli vill fá hann,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson sérfræðingur þáttarins.
Sigurður hefur í þrígang orðið Íslandsmeistari með val og tvisvar bikarmeistari. Sigurður Egill hefur verið orðaður við FH sem eru andstæðingar Vals í kvöld.