Lengjudeild karla hófst í dag og var tveimur leikjum að ljúka rétt í þessu. Fylkir sigraði KV og Selfyssingar höfðu betur gegn HK.
Fylkir tók á móti KV á Wurth vellinum. Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti en Ásgeir Eyþórsson kom þeim yfir strax á 8. mínútu. Daði Ólafsson tvöfaldaði forystu Fylkis á 36. mínútu en gestirnir áttu góðar loka mínútur í fyrri hálfleik og jafnaði Grímur Ingi Jakobsson metin á 43. mínútu.
Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn af ágætis krafti og vörðust nokkuð vel. Mathias Laursen skoraði þriðja mark Fylkis á 78. mínútu og reyndist það lokamark leiksins og byrja Fylkismenn Lengjudeildina á sigri.
Fylkir 3 – 1 KV
1-0 Ásgeir Eyþórsson (´8)
2-0 Daði Ólafsson (´36)
2-1 Grímur Ingi Jakobsson (´43)
3-1 Mathias Laursen (´78)
Á sama tíma tók HK á móti Selfyssingum í Kórnum. Leikurinn byrjaði af krafti og voru fyrstu mínútur fyrri hálfleiks stórkostlegar. Gary Martin kom Selfyssingum yfir strax á 5. mínútu og var Gary Martin aftur á ferðinni aðeins þremur mínútum síðar og tvöfaldaði forystu gestanna.
Heimamenn svöruðu í sömu mynt og minnkaði Ásgeir Marteinsson muninn strax á 9. mínútu og jafnaði Hassan Jalloh þremur mínútum síðar. Liðin fengu ágætis færi eftir þessa stórskemmtilegu byrjun en fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik.
Gonzalo Zamorano kom Selfyssingum yfir á 70. mínútu og reyndu heimamenn hvað þeir gátu að jafna en vörn Selfyssinga stóð vel. Fleiri mörk voru ekki skoruð og 2-3 sigur Selfyssinga staðreynd sem hefja mótið á góðum útisigri.
HK 2 – 3 Selfoss
0-1 Gary Martin (´5)
0-2 Gary Martin (´8)
1-2 Ásgeir Marteinsson (´9)
2-2 Hassan Jalloh (´12)
2-3 Gonzalo Zamorano (´70)