fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Grétar Rafn um hvort það sé kostnaðarsamt fyrir KSÍ að ráða hann – ,,Nei ég get lofað þér því að það er það ekki.“ 

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 17:34

Grétar Rafn á blaðamannafundi / Ernir/Torg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grétar Rafn Steinsson, var fyrir nokkrum vikum ráðinn inn sem tæknilegur ráðgjafi hjá Knattspyrnusambandi Íslands á knattspyrnusviði. Grétar krotaði undir sex mánaða samning við samabandið en hann kemur til KSÍ eftir að hafa sinnt stöðu meðal annars hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton þar sem að hann var yfirnjósnari félagsins í Evrópu áður en hann fékk stöðuhækkun og tók við starfi yfirmanns ráðninga og þróunarmála hjá félaginu.

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, var spurð að því að blaðamannafundi sambandsins í dag hvort að ráðningin á Grétari Rafni væri kostnaðarsöm fyrir sambandið. ,,Örugglega ekki,“sagði Vanda áður en að Grétar Rafn, sem sat einnig fyrir svörum á blaðamannafundinum greip orðið: ,,Nei ég get lofað þér því að það er það ekki.“ 

Grétar Rafn mun sinna greiningarvinnu innan KSÍ, sem mun gagnast félagsliðum og öllum landsliðum, þar á meðal t.d. A landsliði kvenna sem tekur þátt í úrslitakeppni EM á Englandi í sumar.

Á meðal helstu verkefna Grétars Rafns eru þarfagreining og skimun (scouting) innan Knattspyrnusviðs KSÍ, vinna að stefnumótun, fagleg efling á greiningarvinnu innan íslenskrar knattspyrnu almennt (landslið og félagslið) í samvinnu og samráði við starfsmenn Knattspyrnusviðs KSÍ og fulltrúa aðildarfélaganna eins og við á (í formi funda, námskeiða og fyrirlestra), samhæfing á greiningarvinnu og skimun yngri og eldri landsliða í samvinnu og samstarfi við þjálfara liðanna, og ábyrgð á þróun gagnagrunns sem heldur utan um gögn Knattspyrnusviðs KSÍ.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins segir KSÍ vera að taka metnaðarfullt skref með ráðningu Grétars Rafns.

,,Það sem er metnaðarfullt við þetta er að við erum að fara inn í lokamót með A-landsliði kvenna og mikilvægt uppbyggingarár hjá A-landsliði karla. Fyrstu verkefni hjá Grétari eru þessi mót hjá landsliðunum og sjá til þess að teymin fyrir þessi verkefni séu tilbúin. Svo er hitt verkefnið að koma skimunar- og greiningarvinnunni í farveg hjá KSÍ og aðildarfélaga þess. Þetta eru tvö metnaðarfull verkefni fyrir sex mánuði en við erum alveg pottþétt á því og ég veit að Grétar getur klárað þessi verkefni á sex mánuðum og svo sjáum við til hvar við stöndum eftir þá,“ sagði Arnar Þór í samtali við 433.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sancho klár í að snúa aftur til United ef þetta gerist

Sancho klár í að snúa aftur til United ef þetta gerist
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rúnari hrósað í hástert – „Hefur heillað mann“

Rúnari hrósað í hástert – „Hefur heillað mann“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Óli Kristjáns ræðir spána – „Það tekur tíma að púsla þessu saman“

Óli Kristjáns ræðir spána – „Það tekur tíma að púsla þessu saman“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er efstur á óskalista Manchester United fyrir sumarið

Er efstur á óskalista Manchester United fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Uppljóstrar óvæntri reglu sem ofurparið er með heima fyrir

Uppljóstrar óvæntri reglu sem ofurparið er með heima fyrir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kallar eftir breytingum eftir galna ákvörðun um helgina – „Bara til að koma í veg fyrir allra mesta bullið“

Kallar eftir breytingum eftir galna ákvörðun um helgina – „Bara til að koma í veg fyrir allra mesta bullið“