fbpx
Miðvikudagur 29.júní 2022
433Sport

Clattenburg segir að Liverpool hafi fengið tvö gefins mörk um helgina

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 24. janúar 2022 12:30

Diogo Jota Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Crystal Palace tók á móti Liverpool í enska boltanum um helgina. Gestirnir byrjuðu fyrri hálfleikinn vel og braut Virgil van Dijk ísinn strax á 8 mínútu með frábærum skalla eftir hornspyrnu þar sem varnarmenn Palace hreinlega gleymdu að dekka Hollendinginn. Alex Oxlade-Chamberlain tvöfaldaði forystuna á 32. mínútu eftir frábæra stoðsendingu frá Robertson. Þá vöknuðu heimamenn og áttu nokkur hættuleg færi þar til flautað var til hálfleiks.

Áfram hélt sókn Crystal Palace í seinni hálfleik og uppskáru þeir á 55. mínútu er Odsonne Edouard minnkaði muninn. Heimamenn héldu áfram að ógna fram á við en Liverpool fékk mjög umdeilda vítaspyrnu undir lok venjulegs leiktíma. Fabinho skoraði af örryggi úr spyrnunni. Lengra komust heimamenn ekki og 3-1 sigur Liverpool staðreynd.

Vítaspyrnudómurinn var mjög umdeildur og rangur að mati Mark Clattenburg fyrrum dómara. Clattenburg segir að mark Chamberlain hefði heldur ekki átt að standa.

Þegar boltinn var sendur fyrir var Roberto Firmino rangstæður og hann fór í skallaeinvígi sem hafði áhrif að mati Clattenburg.

„VAR hefði átt að grípa inn í þarna;“ segir Clattenburg.

Kevin Friend dómari ætlaði svo ekki að dæma víti þegar Diogo Jota féll í teignum. VAR skoðaði málið og vildi að Friend hefði skoðað dæmið.

„Kevin Friend hefði átt standa vð fyrstu ákvörðun sína,“ segir Clattenburg en hann skilur ekki hvers vegna VAR vildi láta hann skoða málið betur.

Fabinho skoraði úr spyrnunni og sigur Liverpool staðreynd.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arsenal og United berjast um sama bitann

Arsenal og United berjast um sama bitann
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu tvö falleg mörk Íslands í Póllandi – Sveindís með þrumuskot

Sjáðu tvö falleg mörk Íslands í Póllandi – Sveindís með þrumuskot
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Almarr mættur í Fram frá Val

Almarr mættur í Fram frá Val
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu byrjunarlið Íslands gegn Póllandi

Sjáðu byrjunarlið Íslands gegn Póllandi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eiður Smári fór yfir „frábæran“ menntaskólaferil – „Ég var bara þarna“

Eiður Smári fór yfir „frábæran“ menntaskólaferil – „Ég var bara þarna“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Tveir skoruðu þrennu er Víkingur burstaði Selfoss

Mjólkurbikarinn: Tveir skoruðu þrennu er Víkingur burstaði Selfoss