fbpx
Miðvikudagur 29.júní 2022
433Sport

Afríkukeppnin: Gambía í 8-liða úrslit eftir frækinn sigur á Gíneu

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 24. janúar 2022 18:33

Leikmenn Gambíu (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gambía er komið í 8-liða úrslit Afríkukeppninnar eftir frækinn sigur á Gíneu í kvöld.

Musa Barrow, leikmaður Bologna á Ítalíu, skoraði eina mark leiksins á 71. mínútu þegar hann renndi boltanum framhjá Aly Keita í marki Gíneu.

Yusupha Njie leikmaður Gambíu var rekinn af velli á 87. mínútu. Gínea átti skot í stöng í uppbótartíma og Baboucarr Gaye í marki Gambíu varði annað skot í slána stuttu síðar.

Gambía stóð af sér stórsókn Gíneu á lokamínútunum og er nú komið áfram í 8-liða úrslitin. Gambía er í 150. sæti styrkleikalistans og leikur í Afríkukeppninni í fyrsta sinn.

Gambía mætir annað hvort heimamönnum í Kamerún eða Kómoreyjum í 8-liða úrslitunum á laugardag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

PSG frumsýnir nýja treyju – Stórt hlutverk Neymar vekur athygli

PSG frumsýnir nýja treyju – Stórt hlutverk Neymar vekur athygli
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ísland með fínan sigur í eina æfingleiknum fyrir EM

Ísland með fínan sigur í eina æfingleiknum fyrir EM
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skelltu sjötugum manni í jörðuna og stálu úri hans

Skelltu sjötugum manni í jörðuna og stálu úri hans
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Högg í maga Liverpool og Manchester United

Högg í maga Liverpool og Manchester United
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rúnar Alex segir frá því hver er besti vinur hans í Arsenal – Talar vel um stórstjörnuna

Rúnar Alex segir frá því hver er besti vinur hans í Arsenal – Talar vel um stórstjörnuna
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tielemans á blaði hjá Erik ten Hag

Tielemans á blaði hjá Erik ten Hag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vill ólmur fá vin sinn Neymar til Lundúna

Vill ólmur fá vin sinn Neymar til Lundúna
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lukaku mættur til að klára dæmið – „Ég er svo glaður“

Lukaku mættur til að klára dæmið – „Ég er svo glaður“