fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
433Sport

Segja knattspyrnuskóna vera komna upp á hillu hjá Ragga Sig – ,,Búinn að reyna finna neistann síðustu ár“

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 21. janúar 2022 12:33

Ragnar Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Sigurðsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna. Þetta er fullyrt í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag.

,,Þetta er stórt. Þetta er maður sem var frábær í Svíþjóð, Danmörku og Rússlandi. Hann átti geggjaðan feril,“ sagði Hjörvar Hafliðason og spurði síðan einn af sérfræðingum þáttarins, Albert Brynjar Ingason sem þekkir vel til Ragga Sig, hvort hann vissi ástæðuna á bak við þessa ákvörðun.

,,Hann er búinn að vera reyna finna þennan neista síðustu ár. Þú vilt ekkert taka skyndiákvörðun um að hætta, þú reynir stundum að leita að þessum neista með ákveðnum breytingum. Hann reyndi það  en á einhverjum tímapunkti verður maður að vera heiðarlegur með þetta og taka þessa ákvörðun eins erfið og hún er,“ sagði Albert Brynjar Ingason, góðvinur Ragnars.

Ragnar á að baki 97 leiki fyrir A-landslið Íslands, hann myndaði ásamt Kára Árnasyni, eitt besta miðvarðarpar í sögu íslenska landsliðsins og fór með Íslandi á tvö stórmót þar sem að hann skoraði meðal annars eftirminnilegt mark í 2-1 sigri Íslands á Englandi í 16- liða úrslitum EM 2016.

Ragnar átti einnig farsælan atvinnumannaferil en hann spilaði og er mjög vel liðinn eftir tíma sinn hjá FC Kaupmannahöfn, þá var hann einnig á mála hjá liðum á borð við Fulham, Krasnodar, Rubin Kazam og Rostov.

Ragnar er uppalinn hjá Fylki og hann endaði knattspyrnuferil sinn með því að leika með liðinu hér heima á síðasta tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Vilja klára skipti Lukaku fyrir vikulok

Vilja klára skipti Lukaku fyrir vikulok
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekki sár yfir því að missa besta manninn til Tottenham

Ekki sár yfir því að missa besta manninn til Tottenham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hefur sent persónuleg skilaboð á Raphinha

Hefur sent persónuleg skilaboð á Raphinha
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besti varnarmaður Ítalíu ætlar að fara í sumar

Besti varnarmaður Ítalíu ætlar að fara í sumar
433Sport
Í gær

Sigurvin kveður KV – Á leið í Krikann

Sigurvin kveður KV – Á leið í Krikann
433Sport
Í gær

Bálreið eftir að transkonum var bannað að vera með – „Það er í raun ógeðslegt“

Bálreið eftir að transkonum var bannað að vera með – „Það er í raun ógeðslegt“