fbpx
Sunnudagur 26.júní 2022
433Sport

Gummi Ben væri frekar til í að Albert færi frá AZ í janúar – Annars verði staðan ,,leiðinleg og erfið út tímabilið“

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 21. janúar 2022 08:39

Mynd/Hringbraut Gummi Ben

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson, fjölmiðlamaður og fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, ræddi um son sinn, knattspyrnumanninn Albert Guðmundsson og hans stöðu hjá AZ Alkmaar í Chess After Dark á dögunum.

Max Huiberts yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, staðfesti á dögunum að Albert myndi yfirgefa félagið en óvíst er hvort það verði núna í janúar félagsskiptaglugganum eða þegar að samningur hans við félagið rennur út í sumar.

Albert Guðmundsson / Getty

Guðmundur segist ekki vita það á þessari stundu hvað verður hjá Alberti.

,,Ég veit það ekki, Albert veit það ekki, það veit enginn. En það gæti breyst á morgun, í vor eða næsta sumar. Vonandi verður eitthvað á hreinu í þessum mánuði,“ sagði Guðmundur í þættinum Chess After Dark og sagði síðan sína skoðun á málinu.

,,Ef að ég fengi að ráða frá A til Ö, þá myndi ég frekar vilja að hann færi í janúarglugganum. Staðan verður leiðinleg og erfið út tímabilið því Albert verður ekki notaður mikið. Hann neitar að skrifa undir nýjan samning og er að bíða eftir að samningurinn rennur út.“

Albert gekk til liðs við AZ árið 2018 og Guðmundur telur að hann vilji fara að prófa eitthvað nýtt.

,,Hann er búinn að vera í Hollandi í átta ár. Ég held að það sé fyrst og fremst pælingin, að honum langi að prófa eitthvað nýtt í heiminum. Ég get fullkomlega skilið það.“

Albert hefur verið orðaður við nokkur lið að undanförnu. Helst ber að nefna skosku liðin Celtic og Rangers, þá hefur hann einnig verið orðaður við ítalska liðið Lazio sem og Feyenoord í Hollandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Man City að tryggja sér besta leikmann Leeds

Man City að tryggja sér besta leikmann Leeds
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Jón Daði stressaður fyrir símtalið frá Arnari: ,,Ég sé ekki eftir ákvörðuninni“

Jón Daði stressaður fyrir símtalið frá Arnari: ,,Ég sé ekki eftir ákvörðuninni“
433Sport
Í gær

Neitar að yfirgefa Barcelona sem vill losna við hann

Neitar að yfirgefa Barcelona sem vill losna við hann
433Sport
Í gær

Bergwijn á heimleið

Bergwijn á heimleið
433Sport
Í gær

Fóru mjög frumlegar leiðir til að tilkynna nýjan samning

Fóru mjög frumlegar leiðir til að tilkynna nýjan samning
433Sport
Í gær

Ekki í nógu góðu formi eftir brúðkaupsferð

Ekki í nógu góðu formi eftir brúðkaupsferð