fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Afríkukeppnin: Meistararnir úr leik – Riðlakeppni lokið

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 21:00

Riyad Mahrez og félagar eru úr leik. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag og í kvöld var leikið í lokaumferð riðla E og F í Afríkukeppninni. Þar með er riðlakeppni mótsins lokið.

Meistarnir úr leik – Kwame sá rautt

Alsír er ríkjandi Afríkumeistari. Liðið féll hins vegar úr leik í dag eftir 3-1 tap gegn Fílabeinsströndinni.

Franck Kessie og Ibrahim Sangare sáu til þess að Fílabeinsströndin leiddi 2-0 í hálfleik. Nikolas Pepe kom þeim svo í 3-0 á 54. mínútu. Sofiane Bendebka minnkaði muninn fyrir Alsír þegar rúmur stundarfjórðungur lifði leiks.

Á sama tíma vann Miðbaugs-Gínea 1-0 sigur á Sierra Leone.

Pablo Ganet skoraði eina mark leiksins á 38. mínútu. Kwame Quee, sem lék með Víkingi Reykjavík í sumar, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í lok leiks.

Fílabeinsströndin vinnur riðilinn með 7 stig. Miðbaugs-Gínea fylgir þeim í 16-liða úrslit með 6 stig.

Þrjú lið áfram úr F-riðli

Í F-riðli vann Malí 2-0 sigur á Márataníu. Massadio Haidara og Ibrahima Kone gerðu mörk liðsins í sitthvorum hálfleiknum.

Á sama tíma vann Gambía dramatískan 1-0 sigur á Túnis. Ablie Jallow skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Malí og Gambía fara áfram sem tvö efstu lið þessa riðils með 7 stig. Túnis fylgir þeim í 16-liða úrslit þar sem liðið er þriðja stiga hæsta lið keppninnar sem hafnar í þriðja sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Í gær

Pressan mikil á þremur liðum í þriðju umferð

Pressan mikil á þremur liðum í þriðju umferð
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi