fbpx
Miðvikudagur 29.júní 2022
433Sport

Enski boltinn: Tottenham sigraði Leicester á dramatískan hátt – Ótrúlegar lokamínútur

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 19. janúar 2022 21:34

Steven Bergwijn / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leicester tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leiknum lauk með 2-3 sigri Tottenham eftir dramatískar lokamínútur.

Leikurinn var nokkuð fjörugur en Patson Daka kom Leicester yfir gegn gangi leiksins á 24. mínútu með frábæru marki. Gestirnir svöruðu þó fljótlega en rúmum 10 mínútum síðar jafnaði Harry Kane metin eftir flotta gabbhreyfingu.

James Maddison kom Leicester yfir á 76. mínútu eftir stoðsendingu frá Harvey Barnes. Maddison hefur verið frábær upp á síðkastið og skorað 5 mörk í síðustu sex leikjum. Allt leit út fyrir að Leicester myndi sigra þá tóku við ótrúlegar mínútur í uppbótartíma.

Fimm mínútum var bætt við og og jafnaði Steven Bergwijn metin þegar komið var yfir uppgefin uppbótartíma. Einni mínútu síðar var Bergwijn aftur á ferðinni og kom Tottenham yfir á dramatískan hátt og sigur Tottenham staðreynd eftir ótrúlegar lokamínútur.

Leicester 2 – 3 Tottenham
1-0 Patson Daka (´24)
1-1 Harry Kane (´38)
2-1 James Maddison (´76)
2-2 Steven Bergwijn (´90+6)
2-3 Steven Bergwijn (´90+7)

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

PSG frumsýnir nýja treyju – Stórt hlutverk Neymar vekur athygli

PSG frumsýnir nýja treyju – Stórt hlutverk Neymar vekur athygli
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ísland með fínan sigur í eina æfingleiknum fyrir EM

Ísland með fínan sigur í eina æfingleiknum fyrir EM
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skelltu sjötugum manni í jörðuna og stálu úri hans

Skelltu sjötugum manni í jörðuna og stálu úri hans
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Högg í maga Liverpool og Manchester United

Högg í maga Liverpool og Manchester United
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rúnar Alex segir frá því hver er besti vinur hans í Arsenal – Talar vel um stórstjörnuna

Rúnar Alex segir frá því hver er besti vinur hans í Arsenal – Talar vel um stórstjörnuna
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tielemans á blaði hjá Erik ten Hag

Tielemans á blaði hjá Erik ten Hag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vill ólmur fá vin sinn Neymar til Lundúna

Vill ólmur fá vin sinn Neymar til Lundúna
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lukaku mættur til að klára dæmið – „Ég er svo glaður“

Lukaku mættur til að klára dæmið – „Ég er svo glaður“