fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433

Enski boltinn: Jafnt hjá Brighton og Chelsea

Ísak Gabríel Regal
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 21:55

Callum Hudson-Odoi (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea sótti Brighton heim á Amex völlinn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Fyrri leik liðanna á Stamford Bridge í lok desember lauk með 1-1 jafntefli.

Hakim Ziyech kom gestunum yfir á 28. mínútu með föstu skoti utan teigs. Robert Sanchez í marki Brighton kom hönd í boltann en hefði mátt gera betur.

Staðan var 1-0 fyrir Chelsea í hálfleik en Adam Webster, varnarmaður Brighton, jafnaði metin fyrir heimamenn þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu.

Þjálfarar beggja liða gerðu breytingar í síðari hálfleik til að reyna að knýja fram sigur en allt kom fyrir ekki og jafntefli niðurstaða.

Chelsea er í 3. sæti með 44 stig eftir að hafa leikið 23 leiki. Brighton er í 9. sæti með 29 stig en liðið hefur spilað 21 leik.

Brighton 1 – 1 Chelsea
0-1 Hakim Ziyech (’28)
1-1 Adam Webster (’60)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hartman í Val

Hartman í Val