fbpx
Föstudagur 17.september 2021
433Sport

Sævar skrifar um málefni KSÍ: „Gríðarlegur fjöldi af þolendum sem hafa fengið yfir sig skítinn“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 8. september 2021 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Síðasta umræðan af minni hálfu um þetta mál,“ skrifar Sævar Pétursson framkvæmdarstjóri KA sem hefur látið af sér kveða í umræðunni um málefni KSÍ. Sævar var einn af þeim sem krafðist þess að formaður og stjórn sambandsins myndi stíga frá borði.

Það varð raunin en Sævar ritar um málið á Facebook síðu sinni. „Það er ljóst á síðustu dögum og vikum að búið er að rífa opið sár á samfélagið sem við þekktum áður innan íþróttahreyfingarinnar og jafnvel þó víðar væri leitað. Sú umræða sem ég tók þátt í snérist að mestu leiti um forystu KSÍ og hvernig þessi mál voru höndluð þar, en ég vil þó meina að það megi heimfæra það á alla íþróttahreyfinguna og jafnvel stærra mengi ef út í það er farið. Ég geri mér fulla grein fyrir því að skíturinn sé að slettast á aðila sem höfðu jafnvel ekkert um þessi mál að segja og það þykir mér leitt því þar er margt gott fólk sem hefur ekki gert neitt annað en sitt besta í öllum sínum störfum og hefur ekkert haft um þessi mál að segja. “

KSÍ hefur verið sakað um að þagga niður meint kynferðisbrot landsliðsmanna í knattspyrnu, Sævar segir að huga verði að þolendum í þessu máli. „ Hins vegar má ekki gleyma því að í allri þessari umræður er gríðarlegur fjöldi af þolendum sem hafa því miður líka fengið yfir sig skítinn og skömmina og fyrir það að virða þeirra sögu og standa upp og viðurkenna að við höfum haft rangt við get ég ekki annað en verið sáttur við sjálfan mig. Það í stóra samhenginu er miklu mikilvægara en margt annað, ég skil ekki af hverju það má ekki rétta upp hönd og segja úbbs við gerðum mistök, fyrir það vil ég biðjast fyrirgefningar og við munum læra af þessu. Þetta er einfalt og gott, lærum af þessu og bætum okkur, hættum að berja höfðinu við steininn og neita hinu augljósa.“

„Ég tel gríðarlega tækifæri til þess að læra af þessu og bæta það samfélag sem við viljum að íþróttirnar standi fyrir, því að þrátt fyrir alla umræðuna sem hefur dunið á okkur síðustu vikur þá stend ég fastur á því að íþróttirnar eru frábærar fyrir börnin okkar. Ímynd íþróttanna er pínu löskuð en það þarf að hefjast handa við að leiðrétta það og það gerum við ekki með því að halda áfram í sama farinu. Börnin okkar eiga að finna að þau séu velkomin í öllum íþróttum alveg sama af hvaða kyni þau eru, og í íþróttum eiga að vera til fyrirmyndir sem börnin líta upp til hvað sem hver segir. Tökum höndum saman og gerum betur.“

Sævari sárnar að fólk sem ekkert kom að málinu fái skítkast. Að lokum vil ég þakka öllum sem hafa heyrt í mér síðustu daga hvort sem það hefur verið til þess að bakka mig upp eða láta mig heyra það því við komust ekki neitt áfram nema að þora að ræða þessa hluti. Ég get hiklaust sagt það að mér þykir gríðarlega leitt hvernig sumir stjórnarmenn KSÍ eru að fá yfir sig skítinn án þess að eiga neina aðkomu að málinu og án þess að hika bið ég þá aðila afsökunar, en um leið tel ég mikilvægara í dag að taka stöðu með þolendum til þess að breytingar verði að veruleika því það er sannalega kominn tími á slíkt. “

Sævar hefur verið mátaður við stól formanns KSÍ en nýr formaður verður kjörinn í febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru bestu lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar

Þetta eru bestu lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Dóra María spilar með einni sem a pabba sem er yngri en hún – „Upplifi mig oft sem mikið aðhlátursefni“

Dóra María spilar með einni sem a pabba sem er yngri en hún – „Upplifi mig oft sem mikið aðhlátursefni“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Heimir Hallgrímsson á RÚV í gær – Sagði frá lykilatriðinu í að ná árangri með Ísland

Heimir Hallgrímsson á RÚV í gær – Sagði frá lykilatriðinu í að ná árangri með Ísland
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ísland í frjálsu falli á lista FIFA undir stjórn Arnars

Ísland í frjálsu falli á lista FIFA undir stjórn Arnars
433Sport
Í gær

Aðdáendur brjálaðir yfir treyjunúmeri Falcao – ,,Mér verður óglatt“

Aðdáendur brjálaðir yfir treyjunúmeri Falcao – ,,Mér verður óglatt“
433Sport
Í gær

Rikki G hraunar yfir Val: ,,Man varla eftir annari eins brotlendingu“ – Gaupi telur útilokað að Heimir verði rekinn

Rikki G hraunar yfir Val: ,,Man varla eftir annari eins brotlendingu“ – Gaupi telur útilokað að Heimir verði rekinn
433Sport
Í gær

Sjáðu augnablikið þegar skot Ronaldo hafnaði í konunni

Sjáðu augnablikið þegar skot Ronaldo hafnaði í konunni
433Sport
Í gær

ÍBV staðfestir að Helgi hætti – Hver tekur við ?

ÍBV staðfestir að Helgi hætti – Hver tekur við ?