fbpx
Föstudagur 17.september 2021
433Sport

Foreldrar Þórhildar stíga fram: „Við báðum Guðna Bergsson aldrei um trúnað varðandi upprunalega tölvupóstinn“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 8. september 2021 10:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur segja að þau hafi aðeins beðið Guðna Bergsson formann KSÍ um að halda trúnaði um atvikalýsingar í meinu ofbeldisbroti Kolbeins Sigþórssonar. Fréttablaðið fjallar um en þar kemur fram að Guðni hefði vel mátt tjá sig um upprunalega póstinn þar sem KSÍ var tilkynnt um málið árið 2017.

Arnar Þór Guttormsson og Karen Jenný Heiðarsdóttir senda yfirlýsinguna á Fréttablaðið sem birtir hana. Þar er tölvupóstur sem sendur var á Guðna vegna málsins.

Þórhildur Gyða sakað Kolbein um ofbeldi og kynferðislega áreitni árið 2017, málið var kært til lögreglu en Þórhildur felldi kæruna niður eftir að sáttir náðust í málinu. Því hefur verið haldið fram að Guðni hafi verið beðin um trúnað í málinu.

„Við báðum Guðna Bergsson aldrei um trúnað varðandi upprunalega tölvupóstinn, enda eins og kemur fram í upphafi þessar yfirlýsingar, var tilkynningin um líkamsárás og grófa kynferðislega áreitni af völdum leikmanns íslenska landsliðsins send á almennt netfang KSÍ. Við munum ekki tjá okkur frekar um þetta mál,“ segja foreldrar Þórhildar.

Guðni Bergsson sagði af sér vegna málsins en hann hafði áður sagt að enginn tilkynning um kynferðisbrot hefði borist KSÍ. Í kjölfarið steig Þórhildur fram og sagði sögu sína. Við það fór Guðni úr starfi og stjórnin fór sömuleið.

Yfirlýsing:
Við foreldrar Þórhildar Gyðu viljum með yfirlýsingu þessari leiðrétta ítrekaðar rangfærslur vegna meints trúnaðar á milli Guðna Bergsonar og okkar og þá sérstaklega föður Þórhildar Gyðu. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var upprunalegi tölvupósturinn sendur m.a. á netfangið ksi@ksi.is sem er almennt netfang sambandsins. Eftir svar frá Guðna voru samskipti okkar eingöngu við hann og lauk þeim með síðasta tölvupósti þann 22. mars 2018, þar sem við biðjum Guðna að halda trúnað við okkur gagnvart umræddum landsliðsmanni eða nokkrum öðrum er varðaði atvikalýsingu og aðrar upplýsingar sem við deildum með honum þegar við ræddum við hann í síma (sjá skjáskot af tölvupóstinum hér fyrir neðan) þar sem málið var enn í opinni lögreglurannsókn á þessum tíma. Við báðum Guðna Bergsson aldrei um trúnað varðandi upprunalega tölvupóstinn, enda eins og kemur fram í upphafi þessar yfirlýsingar, var tilkynningin um líkamsárás og grófa kynferðislega áreitni af völdum leikmanns íslenska landsliðsins send á almennt netfang KSÍ. Við munum ekki tjá okkur frekar um þetta mál.

Virðingarfyllst Arnar Þór Guttormsson og Karen Jenný Heiðarsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru bestu lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar

Þetta eru bestu lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Dóra María spilar með einni sem a pabba sem er yngri en hún – „Upplifi mig oft sem mikið aðhlátursefni“

Dóra María spilar með einni sem a pabba sem er yngri en hún – „Upplifi mig oft sem mikið aðhlátursefni“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Heimir Hallgrímsson á RÚV í gær – Sagði frá lykilatriðinu í að ná árangri með Ísland

Heimir Hallgrímsson á RÚV í gær – Sagði frá lykilatriðinu í að ná árangri með Ísland
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ísland í frjálsu falli á lista FIFA undir stjórn Arnars

Ísland í frjálsu falli á lista FIFA undir stjórn Arnars
433Sport
Í gær

Aðdáendur brjálaðir yfir treyjunúmeri Falcao – ,,Mér verður óglatt“

Aðdáendur brjálaðir yfir treyjunúmeri Falcao – ,,Mér verður óglatt“
433Sport
Í gær

Rikki G hraunar yfir Val: ,,Man varla eftir annari eins brotlendingu“ – Gaupi telur útilokað að Heimir verði rekinn

Rikki G hraunar yfir Val: ,,Man varla eftir annari eins brotlendingu“ – Gaupi telur útilokað að Heimir verði rekinn
433Sport
Í gær

Sjáðu augnablikið þegar skot Ronaldo hafnaði í konunni

Sjáðu augnablikið þegar skot Ronaldo hafnaði í konunni
433Sport
Í gær

ÍBV staðfestir að Helgi hætti – Hver tekur við ?

ÍBV staðfestir að Helgi hætti – Hver tekur við ?