fbpx
Föstudagur 17.september 2021
433Sport

Þetta er ástæða þess að Kolbeinn greiddi miskabætur þrátt fyrir að neita sök

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. september 2021 09:01

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málefni Kolbeins Sigþórssonar hafa verið til umfjöllunar síðustu vikuna. Stjórn KSÍ bannaði Arnari Viðarssyni að hafa Kolbein í landsliðshópi sínum vegna máls frá árinu 2017.

Þórhildur Gyða Arnarsdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir sökuðu Kolbein um ofbeldi árið 2017. Lögðu þær fram kæru hjá lögreglu en drógu hana til baka eftir að sátt náðist í málinu. Komið hefur fram að konurnar fengu 1,5 milljón hvor og lét Kolbeinn einnig 3 milljónir renna til Stígamóta vegna málsins.

Kolbeinn neitar hins vegar fyrir að hafa beitt konurnar ofbeldi eða áreitt þær kynferðislega. „Ég kannaðist ekki við að hafa áreitt þær eða beitt of­beldi og neitaði sök. Hegðun mín var hins veg­ar ekki til fyr­ir­mynd­ar og baðst ég af­sök­un­ar á henni. Ég iðraðist og tók á því ábyrgð og var til­bú­inn að leita sátta. Þær höfðu uppi kröfu um af­sök­un­ar­beiðni og greiðslu sem ég féllst á,“ sagði Kolbeinn í síðustu viku.

Margir hafa í kjölfar yfirlýsingar Kolbeins velt því fyrir sér af hverju maður sem neitar sök í máli fari þá leið að greiða miskabætur og að auki borga 3 milljónir til Stígamóta.

Kolbeinn Sigþórsson. Mynd/Hanna

Stóð í kröppum dansi í Frakklandi

Árið 2017 var Kolbeinn í herbúðum Nantes í Frakklandi, framherjinn hafði glímt við meiðsli og forseti félagsins hafði talað illa um hann í fjölmiðlum. Herma heimildir DV að Kolbeinn og hans fólk hafi talið að ef málið færi lengra í kerfinu og að fjallað yrði um kæruna, myndi forseti félagsins reyna að rifta samningi hans í Frakklandi. Hefði það verið mikið fjárhagslegt tjón enda Kolbeinn meiddur á þessum tíma.

Því taldi Kolbeinn og hans aðstoðarfólk að betra væri að leita sátta í málinu frekar en að fá það í opinbera umræðu, framherjinn hefur frá fyrsta degi hafnað því að hafa beitt ofbeldi en gengist við því að hegðun hans hafi verið ósæmileg.

Kolbeinn gekk í raðir Nantes árið 2015 frá Ajax og þénaði 20 milljónir á mánuði samkvæmt fréttum þar í landi. Kolbeinn var á samningi hjá Nantes til ársins 2019. Frá því að meint ofbeldi átti sér stað og þangað til í mars 2019 þénaði Kolbeinn því 360 milljónir hjá franska félaginu ef marka má fréttir franskra miðla af launum hans.

Waldemar Kita forseti félagsins hafði lagt áherslu á að fá Kolbein en þegar hlutirnir gengu ekki upp fór hann í stríð við framherjann á opinberum vettvangi.

„Ég skil ekki ástæðuna fyr­ir því að þetta varð svona. Það var eng­in ástæða. Mér fannst ég orðinn eitt­hvað skrímsli þarna á tíma­bili. En hann talaði bara í fjöl­miðlum en aldrei við mig, svo ég svaraði sann­leik­an­um til baka. Það kannski pirraði hann, en auðvitað átti hann að koma til mín ef hann var ósátt­ur við mig. Það hefði ég viljað, en hann gerði það ekki og það voru ekki eðli­leg sam­skipti eft­ir það,“ sagði Kolbeinn árið 2019 um samskipti sín við forseta liðs síns.

Óvissa með framtíðina

IFK Gautaborg þar sem Kolbeinn leikur í dag skoðar nú öll gögn málsins og mun taka ákvörðun um framtíð hans hjá félaginu á næstunni. Félagið hefur sent framherjann í leyfi á meðan málið er til rannsóknar hjá félaginu. Þá tók KSÍ þá ákvörðun að banna Kolbeini að mæta í landsleikina. Það er því óvíst hvort Kolbeinn snúi aftur í bláu treyjuna þar sem hann hefur átt góðu gengi að fagna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta eru bestu lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar

Þetta eru bestu lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Dóra María spilar með einni sem a pabba sem er yngri en hún – „Upplifi mig oft sem mikið aðhlátursefni“

Dóra María spilar með einni sem a pabba sem er yngri en hún – „Upplifi mig oft sem mikið aðhlátursefni“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Heimir Hallgrímsson á RÚV í gær – Sagði frá lykilatriðinu í að ná árangri með Ísland

Heimir Hallgrímsson á RÚV í gær – Sagði frá lykilatriðinu í að ná árangri með Ísland
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ísland í frjálsu falli á lista FIFA undir stjórn Arnars

Ísland í frjálsu falli á lista FIFA undir stjórn Arnars
433Sport
Í gær

Aðdáendur brjálaðir yfir treyjunúmeri Falcao – ,,Mér verður óglatt“

Aðdáendur brjálaðir yfir treyjunúmeri Falcao – ,,Mér verður óglatt“
433Sport
Í gær

Rikki G hraunar yfir Val: ,,Man varla eftir annari eins brotlendingu“ – Gaupi telur útilokað að Heimir verði rekinn

Rikki G hraunar yfir Val: ,,Man varla eftir annari eins brotlendingu“ – Gaupi telur útilokað að Heimir verði rekinn
433Sport
Í gær

Sjáðu augnablikið þegar skot Ronaldo hafnaði í konunni

Sjáðu augnablikið þegar skot Ronaldo hafnaði í konunni
433Sport
Í gær

ÍBV staðfestir að Helgi hætti – Hver tekur við ?

ÍBV staðfestir að Helgi hætti – Hver tekur við ?