fbpx
Föstudagur 17.september 2021
433Sport

Arnar Þór öskraði í þrjár mínútur – Eiður Smári tók þá við keflinu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. september 2021 09:02

Arnar Þór Viðarsson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland gerði 2-2 jafntefli gegn Norður-Makedóníu í gær í undankeppni HM. Frammistaða íslenska liðsins stóran hluta leiksins var ekki góð, í raun mjög slæm. Norður-Makedónía komst í 0-2 en íslenska liðið sýndi karakter og kom til baka. Brynjar Ingi Bjarnason og Andri Lucas Guðjohnsen skoruðu mörkin.

Arnar Þór var skiljanlega mjög reiður í hálfleik og hann sagði frá því hvað gekk á í búningsklefanum.

„Ég öskraði svo mikið að ég missti röddina, ég öskraði í einhverjar þrjár mínútur og svo gekk ég út og Eiður Smári tók við. Ég hef aldrei verið svona reiður. Ég lofaði sjálfum mér að ég ætlaði ekki að vera þessi þjálfari en ég tapaði þeirri baráttu,“ sagði Arnar Þór á fréttamannafundi í gær.

Arnar Þór fór þá yfir mistök íslenska liðsins. „Við vorum að henda einföldum innköstum í lappirnar á andstæðingi, horn sem við fengum fóru ekki í rétt svæði og við fáum á okkur mörk þar sem er hlaupið fram fyrir okkur og skallað á nærsvæði. Þetta ræðum við en ábyrgðin er hjá mér.“

„Ég skal viðurkenna að þetta er sá hluti af fótboltanum sem maður hefði viljað fá meiri tíma til að æfa en það er erfitt í þessum þriggja leikja glugga. Við fengum tvær æfingar fyrir leikinn gegn Rúmeníu og eina fyrir þennan leik. Við erum að labba í gegnum þetta á einhverjum gönguæfingum en þetta þarf meiri athygli og meiri tíma,“ sagði Arnar að endingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta eru bestu lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar

Þetta eru bestu lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Dóra María spilar með einni sem a pabba sem er yngri en hún – „Upplifi mig oft sem mikið aðhlátursefni“

Dóra María spilar með einni sem a pabba sem er yngri en hún – „Upplifi mig oft sem mikið aðhlátursefni“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heimir Hallgrímsson á RÚV í gær – Sagði frá lykilatriðinu í að ná árangri með Ísland

Heimir Hallgrímsson á RÚV í gær – Sagði frá lykilatriðinu í að ná árangri með Ísland
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ísland í frjálsu falli á lista FIFA undir stjórn Arnars

Ísland í frjálsu falli á lista FIFA undir stjórn Arnars
433Sport
Í gær

Aðdáendur brjálaðir yfir treyjunúmeri Falcao – ,,Mér verður óglatt“

Aðdáendur brjálaðir yfir treyjunúmeri Falcao – ,,Mér verður óglatt“
433Sport
Í gær

Rikki G hraunar yfir Val: ,,Man varla eftir annari eins brotlendingu“ – Gaupi telur útilokað að Heimir verði rekinn

Rikki G hraunar yfir Val: ,,Man varla eftir annari eins brotlendingu“ – Gaupi telur útilokað að Heimir verði rekinn
433Sport
Í gær

Sjáðu augnablikið þegar skot Ronaldo hafnaði í konunni

Sjáðu augnablikið þegar skot Ronaldo hafnaði í konunni
433Sport
Í gær

ÍBV staðfestir að Helgi hætti – Hver tekur við ?

ÍBV staðfestir að Helgi hætti – Hver tekur við ?