fbpx
Laugardagur 23.október 2021
433Sport

Fyrrum leikmaður Man Utd hvetur félagið til að krækja í miðjumann PSG

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. september 2021 18:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ashley Young, leikmaður Aston Villa, hvetur sitt gamla félag, Manchester United, til að krækja í Marco Verratti frá Paris Saint-Germain.

Hinn 28 ára gamli Verratti kom til PSG frá Pescara á aðeins 10,8 milljónir punda árið 2012. Hann hefur reynst Parísarliðinu frábær fengur. Ítalinn hefur komið að 67 mörkum í 349 leikjum fyrir félagið og sannað sig sem virkilega traustur leikmaður aftast á miðju PSG.

,,Man Utd hefur vantað Michael Carrick-týpuna í mörg ár. Þeir hafa aldrei leyst hann af. Ekki misskilja mig, Fred og McTominay eru góðir leikmenn en ég held að það sé ekki til annar Michael Carrick,“ sagði Young í BBC Radio 5 Live.

,,Ég horfði á leik PSG og Manchester City og ég held að Marco Verratti sé sá sem kemst næst því að vera eins og Carrick en enginn hefur farið og reynt að sækja hann.“

,,Ég held að hann yrði ótrúlega góður fengur fyrir Manchester United,“ sagði Young að lokum.

Marco Verratti (til hægri)
Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Adele syngur Tottenham söngva – „Enn annað lagið um eitrað samband og ástarsorg“

Adele syngur Tottenham söngva – „Enn annað lagið um eitrað samband og ástarsorg“
433Sport
Í gær

Evrópudeildin: West Ham heldur sigurgöngu sinni áfram – Napoli og Monaco með sigra

Evrópudeildin: West Ham heldur sigurgöngu sinni áfram – Napoli og Monaco með sigra