fbpx
Föstudagur 22.október 2021
433Sport

Vonskuveður á Ísafirði og nánast útilokað að leikurinn fari þar fram

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 29. september 2021 09:27

Samúel og Jón Þór þjálfari liðsins. Mynd: Vestri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nánast útilokað að Vestri geti spilað heimaleik sinn gegn Víkingi í undanúrslitum bikarsins á heimavelli á laugardag. Vonskuveður hefur verið á Vestfjörðum og völlurinn er á kafi í snjó.

„Það er það nánast útilokað, ef við setjum tæki inn á völlinn þá erum við mögulega að stúta honum,“ sagði Samúel Samúelsson formaður Vestra í samtali við 433.is í dag.

Vestri mun því spila leikinn gegn Víkingi í Vesturbænum á heimavelli KR.

Leikmenn Vestra hafa ekkert getað æft síðustu daga vegna veðurs en vonast til að komast í Borgarnes í dag til að hefja æfingar. Það er þó ekki öruggt þar sem samgöngur eru erfiðar og leiðin í bæinn hefur verið lokuð frá því í gær.

„Rigningin í gær og nótt fór alveg með þetta. Snjórinn er það þungur og þéttur að það er ekki sens að blása þessu burtu af vellinum,“ segir Samúel einnig.

Vestri átti gott sumar í Lengjudeildinni en sigur liðsins gegn Val í átta liða úrslitum á Ísafirði er ein stærsta saga sumarsins í fótboltanum. Víkingur varð Íslandsmeistari um liðna helgi en leikmenn Vestra vonast til að geta strítt besta liði landsins um helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjarmaði að Ingvari sem gerði upp á milli Heimis Hallgríms og Arnars

Þjarmaði að Ingvari sem gerði upp á milli Heimis Hallgríms og Arnars
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Íslendingur breytti 120 krónum í milljón

Íslendingur breytti 120 krónum í milljón
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jack Wilshere hefði getað farið til Derby í sumar – „Ég talaði við Rooney“

Jack Wilshere hefði getað farið til Derby í sumar – „Ég talaði við Rooney“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eigendur Newcastle í viðræðum við Paulo Fonseca – Eddie Howe og Roberto Martinez einnig orðaðir við félagið

Eigendur Newcastle í viðræðum við Paulo Fonseca – Eddie Howe og Roberto Martinez einnig orðaðir við félagið
433Sport
Í gær

Meint ástkona Icardi stígur fram: Sakar hann um lygar eftir að eiginkonan sagði hann hafa haldið framhjá sér – Lífið mun sjá um þessar litlu tíkur

Meint ástkona Icardi stígur fram: Sakar hann um lygar eftir að eiginkonan sagði hann hafa haldið framhjá sér – Lífið mun sjá um þessar litlu tíkur
433Sport
Í gær

53 milljón króna Rolls Royce bifreið Pogba slapp ósködduð – Var nokkrum metrum frá stórtjóni

53 milljón króna Rolls Royce bifreið Pogba slapp ósködduð – Var nokkrum metrum frá stórtjóni
433Sport
Í gær

Segir einn leikmann íslenska landsliðsins vera á vörum allra í Danmörku – ,,Hann er góður knattspyrnumaður en klikkaður“

Segir einn leikmann íslenska landsliðsins vera á vörum allra í Danmörku – ,,Hann er góður knattspyrnumaður en klikkaður“
433Sport
Í gær

Þjálfari Bayern fluttur til Þýskalands með sjúkraflugvél

Þjálfari Bayern fluttur til Þýskalands með sjúkraflugvél