fbpx
Föstudagur 22.október 2021
433Sport

Íslenskt slúður: Hannes Þór á allra vörum – Hólmar Örn á heimleið?

433
Mánudaginn 27. september 2021 13:28

Fréttablaðið / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensku knattspyrusumri er ekki formlega lokið þó efsta deild karla sá á enda, úrslitastund nálgast í bikarnum.

Mikið slúður er í gangi út um allan bæ um hitt og þetta en þjálfaramál og leikmannamál eru á allra vörum.

Mikið er slúðrað um Víking, Breiðablik Val auk fleiri liða en allt það helsta má sjá hér að neðan.

Allar ábendingar um slúður má senda á 433@433.is.

Víkingur:

Kyle Mclagan varnarmaður Fram er samningslaus og hefur fundað með Víkingum sem hafa mikinn áhuga á að krækja í Kyle. Ragnar Sigurðsson sem gekk í raðir Fylkis er einnig nefndur til sögunnar. Fylkir féll úr efstu deild og gæti nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, Kári Árnason reynt að fá sinn gamla liðsfélaga úr landsliðinu í Víkina.

Kristinn Freyr Sigurðsson miðjumaður Vals er nefndur til sögunnar og þá gæti Víkingur reynt að fá Valgeir Valgeirsson leikmann HK. Orri Hrafn Kjartansson miðjumaður Fylkis er einnig á blaði.

Breiðablik:

Kristinn Freyr Sigurðsson hefur fundað með Blikum en samningur hans við Val er á enda. Valgeir Valgeirsson leikmaður HK gæti fært sig um set í Kópavoginum. Hannes Þór Halldórsson markvörður Vals hefur einnig verið nefndur til sögunnar til að keppa við Anton Ara Einarsson, það þykir þó ólíklegt. Blikar skoða einnig að bæta við sig miðverði en hafa ekki áhuga á Kyle Mclagan hjá Fram.

Orri Hrafn Kjartansson miðjumaður Fylkis er svo nefndur til sögunnar sem mögulegur kostur fyrir Óskar Hrafn Þorvaldsson. Erlend félög hafa áhuga á Jasoni Daða Svanþórssyni og óvíst er hvort Árni Vilhjálmsson verði áfram í Kópavogi.

KR:

Jóhann Árni Gunnarsson miðjumaður Fjölnis er á blaði hjá KR. Liðið leitar einnig að markverði en Guðjón Orri Sigurjónsson er líklega á förum. Hannes Þór Halldorsson markvörður Vals er sterklega orðaður við sitt gamla félag. Óskar Örn Hauksson og Pálmi Rafn Pálmason eru að verða samningslausir og óvíst er hvað gerist.

©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

KA:

Kristinn Freyr Sigurðsson er ofarlega á blaði á Akureyri. Sá möguleiki er fyrir hendi að KA taki upp stóru seðlana og reyni að sannfæra Thomas Mikkelsen fyrrum framherja Breiðabliks. KA vill bæta við sig framherja og gæti Mikkelsen verið góður kostur í það hlutverk.

Valur:

Guy Smit markvörður Leiknis er að semja við Val og því eru miklar kjaftasögur í gangi um Hannes Þór Halldórsson. Sögur hafa verið á kreiki um að riftunarákvæði sé í samningi Hannesar sem bæði hann og Valur geti nýtt sér. Kristinn Freyr Sigurðsson fer 100 prósent frá Val. Allt bendir til þess að Heimir Guðjónsson verði áfram þjálfari en breytingar gætu orðið á aðstoðarmönnum hans, Sigurbjörn Hreiðarsson er orðaður við uppeldisfélag sitt og gæti komið inn sem aðstoðarþjálfari í stað Túfa. Þá er Hólmar Örn Eyjólfsson varnarmaður Rosenborg nefndur til sögunnar.

FH:

Framtíð Ólafs Jóhannessonar er óljós en hann er sagður vilja fá Sigurbjörn Hreiðarsson með sér í starfið ef hann heldur áfram. Guðmann Þórisson fer og er stefna FH að yngja upp liðið sitt. Jóhann Árni Gunnarsson leikmaður Fjölnis er einnig nefndur til sögunnar. Hólmar Örn Eyjólfsson varnarmaður Rosenborg er orðaður við FH en ekki er útilokað að hann flytji til Íslands í lok árs. Kyle Mclagan er einnig sagður á blaði í Hafnarfirði.

Stjarnan:

Óvissa ríkir um hver þjálfar Stjörnuna á næstu leiktíð, Þorvaldur Örlygsson er mjög vel liðinn á meðal leikmanna sem vilja margir halda honum. Jón Þór Hauksson þjálfari Vestra hefur verið nefndur til sögunnar en einnig Brynjar Björn Gunnarsson, Ólafur Jóhannesson og Ólafur Kristjánsson. Líklegt er að Eyjólfur Héðinsson hafi spilað sinn síðasta leik með Stjörnunni og Halldór Orri Björnsson hefur lokið leik í Garðabænum.

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar.

Leiknir:

Stærsta verkefni Leiknis eftir tímabilið er að tryggja að Sigurður Höskuldsson verði áfram þjálfari liðsins en hann er eftirsóttur biti eftir frábært sumar. Guy Smit er á leið í Val og þarf Leiknir að fylla hans skarð, Þórður Ingason markvörður Víkings hefur lengi verið á blaði í Efra-Breiðholti og er einn þeirra sem kemur til greina. Óttar Bjarni Guðmundsson lykilmaður ÍA er einnig á blaði enda ólst hann upp í Efra-Breiðholti.

ÍA:

Eftir að hafa haldið sér í deildinni eru Skagamenn í góðum málum, með um 100 milljónir í vasanum eftir að Ísak Bergmann Jóhannesson var seldur frá Svíþjóð til Danmerkur. Óttar Bjarni Guðmundsson er samningslaus og leggja Skagamenn mikla áherslu á að framlengja við hann. Hinn upaldi Skagamaður, Arnþór Ingi Kristinsson hjá KR er orðaður við ÍA en samningur hans við KR er á enda. Martin Rauschenberg varnarmaður er samningslaus hjá Stjörnunni og gæti farið til ÍA.

Keflavík:

Í Keflavík skoða menn nú leikmannahópinn og hvar þarf að styrkja hann, stærri félög hafa áhuga á Sindra Kristni Ólafssyni markverði liðsins. Þá er möguleiki á því að Eysteinn Húni Hauksson stígi til hliðar úr þjálfarateyminu og Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýri liðinu einn. Stefán Ljubicic framherji HK er sagður fara heim til Keflavíkur.

FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR

HK:

Ekki er öruggt að Brynjar Björn Gunnarsson verði áfram þjálfari HK eftir fall liðsins úr efstu deild. Stjórn félagsins ku skoða málið og þá kosti sem gætu verið í boði. Valgeir Valgeirsson er heitasta söluvara liðsins og stærstu lið efstu deildar hafa áhuga. Stefán Ljubicic fer líklega í Keflavík og þá er Guðmundur Júlísson mögulega á leið heim í Fjölni. Einnig er öruggt að Martin Rauschenberg yfirgefur félagið eftir lánsdvöl.

Fylkir:

Rúnar Páll Sigmundsson verður áfram þjálfari liðsins. Arnór Borg Guðjohnsen hefur samið við Víking og stærri lið deildarinnar vilja fá Orra Hrafn Kjartansson miðjumann félagsins. Ragnar Sigurðsson er með samning út næstu leiktíð en óvíst er hvort hann taki slaginn í Lengjudeildinni.

Fram:

Fyrstu verkefni Fram er að semja við leikmenn sem komu liðinu upp, Alex Freyr Elísson ætlaði í Víking en samningar náðust ekki. Albert Hafsteinsson getur rift samningi sínum en ræðir um nýjan samning við Fram, þá leggja Framarar mikla áherslu á að halda í Kyle Mclagan sem var frábær í sumar en mörg lið vilja fá hann.

ÍBV:

Hermann Hreiðarsson er að öllum líkindum að taka við uppeldisfélagi sínu eftir gott starf hjá Þrótti í Vogum. Eyjamenn vilja fá Þórarinn Inga Valdimarsson heim frá Stjörnunni. Kaj Leo í Bartalsstovu er samningslaus hjá Val og átti góð ár hjá ÍBV áður. Líkur eru á að hann snúi aftur. Nacho Gill og Nicolaj Madsen hjá Vestra eru einnig á blaði hjá ÍBV:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjarmaði að Ingvari sem gerði upp á milli Heimis Hallgríms og Arnars

Þjarmaði að Ingvari sem gerði upp á milli Heimis Hallgríms og Arnars
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Íslendingur breytti 120 krónum í milljón

Íslendingur breytti 120 krónum í milljón
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jack Wilshere hefði getað farið til Derby í sumar – „Ég talaði við Rooney“

Jack Wilshere hefði getað farið til Derby í sumar – „Ég talaði við Rooney“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eigendur Newcastle í viðræðum við Paulo Fonseca – Eddie Howe og Roberto Martinez einnig orðaðir við félagið

Eigendur Newcastle í viðræðum við Paulo Fonseca – Eddie Howe og Roberto Martinez einnig orðaðir við félagið
433Sport
Í gær

Meint ástkona Icardi stígur fram: Sakar hann um lygar eftir að eiginkonan sagði hann hafa haldið framhjá sér – Lífið mun sjá um þessar litlu tíkur

Meint ástkona Icardi stígur fram: Sakar hann um lygar eftir að eiginkonan sagði hann hafa haldið framhjá sér – Lífið mun sjá um þessar litlu tíkur
433Sport
Í gær

53 milljón króna Rolls Royce bifreið Pogba slapp ósködduð – Var nokkrum metrum frá stórtjóni

53 milljón króna Rolls Royce bifreið Pogba slapp ósködduð – Var nokkrum metrum frá stórtjóni
433Sport
Í gær

Segir einn leikmann íslenska landsliðsins vera á vörum allra í Danmörku – ,,Hann er góður knattspyrnumaður en klikkaður“

Segir einn leikmann íslenska landsliðsins vera á vörum allra í Danmörku – ,,Hann er góður knattspyrnumaður en klikkaður“
433Sport
Í gær

Þjálfari Bayern fluttur til Þýskalands með sjúkraflugvél

Þjálfari Bayern fluttur til Þýskalands með sjúkraflugvél