fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Hvað verður um Hannes Þór? – „Sénsinn bensinn að KR ætli að borga honum það“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 27. september 2021 08:55

Hannes Þór Halldórsson og Manuel Neuer. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum 433.is er Valur að næla í markvörðinn Guy Smit frá Leikni Reykjavík. Hinn 26 ára gamli Smit hefur verið hjá Leikni síðustu tvö tímabil. Hann varði mark liðsins með miklum sóma í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Fyrir hjá Val er markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson. Hann er samningsbundinn út næstu leiktíð. Möguleiki er á því að riftunarákvæði sé í samningi Vals og Hannesar, það er þó ekki staðfest.

„Þeir hljóta að vera komnir á endastöð í sínu samstarfi,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Dr. Football í gær um samstarf Vals og Hannesar.

Hannes var yfirburðar maður í liði Vals í sumar og var einn af fáum leikmönnum liðsins sem stóð undir væntingum. „Fer ekki Hannes Þór Halldórsson í KR? Hann hefur spilað fleiri leiki fyrir Fram en KR,“ sagði Hjörvar sem telur að Hannes sé Framari en hann átti frábær ár í KR:

Kristján Óli Sigurðsson telur útilokað að KR geti borgað sömu laun og Valur. „Hannes er á samningi, hann á ár eftir. 1,4 milljón á mánuði. Hver ætlar að borga það annar á Íslandi? Sénsinn bensinn að KR ætli að borga honum það,“ sagði Kristján.

Hjörvar velti því þá fyrir sér hvort Breiðablik gæti látið til skara skríða. „Gæti Óskar Hrafn hugsað sér að taka hann til að taka næsta skref í Evrópu?,“ sagði Hjörvar en Kristján Óli taldi það útilokað

Hjörvar sagði að það yrði áhugavert að sjá hvað yrði um Hannes Þór sem er besti markvörður í sögu Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kristján segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga – „Þetta er bara galið“

Kristján segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga – „Þetta er bara galið“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fer sennilega í sumar og nú er nýtt félag komið í umræðuna

Fer sennilega í sumar og nú er nýtt félag komið í umræðuna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Myndband af stuðningsmönnum United fer eins og eldur í sinu – Sjáðu þegar þeir áttuðu sig á því að þeir hefðu gert stór mistök

Myndband af stuðningsmönnum United fer eins og eldur í sinu – Sjáðu þegar þeir áttuðu sig á því að þeir hefðu gert stór mistök
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Silva staðfestir að hann sé búinn að taka ákvörðun – ,,Fáið að vita það á næstu dögum“

Silva staðfestir að hann sé búinn að taka ákvörðun – ,,Fáið að vita það á næstu dögum“
433Sport
Í gær

Sagður vera með tvö tilboð á borðinu frá enskum liðum – Hafnaði einu fyrr í vetur

Sagður vera með tvö tilboð á borðinu frá enskum liðum – Hafnaði einu fyrr í vetur