fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

,,Byrjum á að koma okkur upp úr þessari deild“

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 26. september 2021 20:00

Atli Sveinn Þórarinsson. Mynd: Haukar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Sveinn Þórarinsson tók við þjálfun karlaliðs Hauka í dag. Skrifaði hann undir tveggja ára samning. Hann segist stefna á að fara strax upp úr 2. deild með liðið.

Atli stýrði Fylki ásamt Ólafi Stígssyni síðustu tvö tímabil. Þeir voru látnir fara þaðan fyrir nokkrum vikum. Atli þjálfaði áður Davík/Reyni í 3. deild, 2. flokk karla hjá KA auk þess að þjálfa yngri flokka hjá Stjörnunni.

Igor Bjarni Kostic hefur þjálfað Hauka undanfarin tvö tímabil. Hann hætti á dögunum.

Haukar höfnuðu í níunda sæti 2. deildar í sumar. Á tímablinu í fyrra hafnaði liðið í fjórða sæti sömu deildar. Atli ætlar sér að gera mun betur.

,,Haukar hafa allt sem til þarf til að vera gott Lengjudeildarlið og við setjum stefnuna beint upp. Með tíð og tíma er svo hægt að horfa eitthvað hærra en það en við byrjum á að koma okkur upp úr þessari deild,“ var haft eftir Atla í tilkynningu Hauka um ráðninguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Hartman í Val
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi
433Sport
Í gær

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða
433Sport
Í gær

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir