fbpx
Föstudagur 15.október 2021
433Sport

,,Byrjum á að koma okkur upp úr þessari deild“

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 26. september 2021 20:00

Atli Sveinn Þórarinsson. Mynd: Haukar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Sveinn Þórarinsson tók við þjálfun karlaliðs Hauka í dag. Skrifaði hann undir tveggja ára samning. Hann segist stefna á að fara strax upp úr 2. deild með liðið.

Atli stýrði Fylki ásamt Ólafi Stígssyni síðustu tvö tímabil. Þeir voru látnir fara þaðan fyrir nokkrum vikum. Atli þjálfaði áður Davík/Reyni í 3. deild, 2. flokk karla hjá KA auk þess að þjálfa yngri flokka hjá Stjörnunni.

Igor Bjarni Kostic hefur þjálfað Hauka undanfarin tvö tímabil. Hann hætti á dögunum.

Haukar höfnuðu í níunda sæti 2. deildar í sumar. Á tímablinu í fyrra hafnaði liðið í fjórða sæti sömu deildar. Atli ætlar sér að gera mun betur.

,,Haukar hafa allt sem til þarf til að vera gott Lengjudeildarlið og við setjum stefnuna beint upp. Með tíð og tíma er svo hægt að horfa eitthvað hærra en það en við byrjum á að koma okkur upp úr þessari deild,“ var haft eftir Atla í tilkynningu Hauka um ráðninguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Kemst ekki hjá því að fá velfarnaðaróskir frá KR-ingum – „Væri sönn ánægja að vinna titilinn og hjálpa KR líka“

Kemst ekki hjá því að fá velfarnaðaróskir frá KR-ingum – „Væri sönn ánægja að vinna titilinn og hjálpa KR líka“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Meistaradeild kvena: Bayern, Arsenal og Lyon með stórsigra

Meistaradeild kvena: Bayern, Arsenal og Lyon með stórsigra
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skagahjartað verður lagt til hliðar – „Á laugardaginn er það Víkingshjartað alla leið“

Skagahjartað verður lagt til hliðar – „Á laugardaginn er það Víkingshjartað alla leið“
433Sport
Í gær

Jóhannes Karl svarar fyrir umdeilda Tenerife ferð sína

Jóhannes Karl svarar fyrir umdeilda Tenerife ferð sína
433Sport
Í gær

Knattspyrnustjórinn taldi að um grín væri að ræða þegar honum var tilkynnt um möguleg félagsskipti Messi til Parísar

Knattspyrnustjórinn taldi að um grín væri að ræða þegar honum var tilkynnt um möguleg félagsskipti Messi til Parísar