fbpx
Miðvikudagur 27.október 2021
433Sport

Þátttaka Messi gegn Manchester City í hættu

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 24. september 2021 15:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Argentíski knattspyrnusnillingurinn Lionel Messi verður ekki með Paris Saint-Germain gegn Montpellier um helgina vegna hnémeiðsla sem hafa verið að hrjá hann. Hann gæti einnig misst af leik gegn Manchester City í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudag.

Messi var fjarverandi vegna meiðslanna í sigurleik PSG gegn Metz í frönsku Ligue 1 á miðvikudag.

Í dag gat hann byrjað að skokka aftur en ekki tekið þátt á æfingu PSG að fullu. Staðan verður tekin á honum aftur á sunnudag. Þá kemur væntanlega í ljós hvort Messi verði með þegar Parísarliðið tekur á móti Englandsmeisturum Man City í næstu viku.

Eins og flestir þekkja þá kom hinn 34 ára gamli Messi til PSG í sumar eftir að hafa leikið allan sinn atvinnumannaferil með Barcelona.

Það hefur gengið illa hjá honum í fyrstu leikjunum í Frakklandi. Argentínumaðurinn á enn eftir að skora eða leggja upp í þremur leikjum í deild og Meistaradeild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Horfðu á sjónvarpsþátt 433: Ævintýri í Breiðholti – Birgir ræðir tímamótasamning

Horfðu á sjónvarpsþátt 433: Ævintýri í Breiðholti – Birgir ræðir tímamótasamning
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

„Ronaldo hefur aldrei átt jafn mikið skilið að vinna gullboltann og í ár“

„Ronaldo hefur aldrei átt jafn mikið skilið að vinna gullboltann og í ár“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leiknismenn horfa til Hannesar – ,,Væri mjög heimskulegt ef við myndum ekki tékka á besta markmanni landsins“

Leiknismenn horfa til Hannesar – ,,Væri mjög heimskulegt ef við myndum ekki tékka á besta markmanni landsins“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Aron Jó fer til Vals – Hafnaði fjölda liða

Aron Jó fer til Vals – Hafnaði fjölda liða