fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
433Sport

Sjáðu kostulegt myndband: Beið eftir aðdáendum fram að lokun en enginn lét sjá sig

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 24. september 2021 09:03

Mynd/Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marten de Roon, leikmaður Atalanta á Ítalíu, er mikill húmoristi. Hann birti skemmtilegt myndband á Twitter í gær.

Á myndbandinu fór de Roon í aðdáendabúð Atalanta, þar sem seldar eru treyjur og varningur tengdur félaginu.

Hollendingurinn sagðist svo ætla að gefa þeim fyrstu þremur sem keyptu treyju með nafni hans eiginhandaráritun. Einnig ætlaði hann að borga fyrir treyjuna.

De Roon er ekki allra stærsta nafnið í boltanum og mætti enginn til að kaupa treyju með nafni hans aftan á, enda er ljóst að þetta var aðeins til gamans gert.

,,Ég þori að veðja á að Messi þarf ekki að glíma við þetta,“ skrifaði de Roon við myndbandið. Lionel Messi er auðvitað risastórt nafn í boltanum. Fólk yrði ekki lengi að láta sjá sig ef hann myndi bjóða upp á áritun og fría treyju.

Myndbandið skemmtilega má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hákon Rafn hefur farið á kostum með Elfsborg eftir að hafa fengið óvænt tækifæri í byrjunarliðinu

Hákon Rafn hefur farið á kostum með Elfsborg eftir að hafa fengið óvænt tækifæri í byrjunarliðinu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kallað eftir brottrekstri Solskjærs sem er með betra sigurhlutfall en Klopp var með hjá Liverpool á sama tíma

Kallað eftir brottrekstri Solskjærs sem er með betra sigurhlutfall en Klopp var með hjá Liverpool á sama tíma
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gary Neville gagnrýnir harðlega leikmenn Man Utd – „Þeir láta eins og börn“

Gary Neville gagnrýnir harðlega leikmenn Man Utd – „Þeir láta eins og börn“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ein af hetjum gærdagsins tjáir sig í fyrsta skipti um atvikið óhugnanlega- Var klappað lof í lófa eftir að hafa komið til bjargar

Ein af hetjum gærdagsins tjáir sig í fyrsta skipti um atvikið óhugnanlega- Var klappað lof í lófa eftir að hafa komið til bjargar