fbpx
Laugardagur 23.október 2021
433Sport

Fylgjast vel með veðurspánni – Ekki útilokað að leikið verði á föstudag

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. september 2021 11:30

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aftaka veðurspá er fyrir laugardaginn þegar síðasta umferðin í efstu deild karla á að fara fram. Víkingur og Breiðablik berjast um sigur í deildinni og þrjú félög geta enn fallið.

Um allt land er vond veðurspá en spáin á föstudag er miklu betri eins og staðan er í dag. Starfsmenn KSÍ fylgjast vel með veðurspánni en bíða og sjá hvað verður.

„Við fylgjumst með, það verða engar ákvarðanir teknar í dag um neitt,“ sagði Birkir Sveinsson sem er með yfirstjórn yfir móta- og dómaramálum hjá KSÍ.

Spáin fyrir laugardag.

Spáin fyrir föstudag er góð en á sunnudag er spáð vondu veðri þó spáin sé mikið mun betri en á laugardag.

Birkir segist ekki útiloka það að leikirnir verði færðir og þá mögulega til föstudags. „Ég ætla ekki að útiloka neitt, við erum að fylgjast. Það er ekki hægt að að taka ákvörðun í dag um veðurspá sem er fyrir laugardaginn,“ sagði Birkir. Líklega verður málið skoðað betur á morgun.

Spáin fyrir föstudag.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Adele syngur Tottenham söngva – „Enn annað lagið um eitrað samband og ástarsorg“

Adele syngur Tottenham söngva – „Enn annað lagið um eitrað samband og ástarsorg“
433Sport
Í gær

Evrópudeildin: West Ham heldur sigurgöngu sinni áfram – Napoli og Monaco með sigra

Evrópudeildin: West Ham heldur sigurgöngu sinni áfram – Napoli og Monaco með sigra