fbpx
Föstudagur 22.október 2021
433Sport

Kjartan Henry útskýrir sína hlið eftir lætin í Vesturbæ í gær – „Ég var ekki að láta hnefana tala“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 20. september 2021 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Henry Finnbogason sóknarmaður KR segir það af og frá að hann hafi verið að reyna að kýla Þórð Ingason markvörð Víkings í gær. Myndskeið af atvikinu hefur farið víða eftir leik liðanna í gær. KR tók á móti Víkingum á Meistaravöllum í efstu deild karla í gær.. Kjartan Henry kom KR yfir strax á 9. mínútu með skalla eftir frábæran bolta frá Kennie Chopart.

Atli Barkarson jafnaði metin stuttu síðar með frábæru skoti. Víkingar sóttu stíft það sem eftir lifði leiks og uppskáru á 87. mínútu er Helgi Guðjónsson kom knettinum í netið.

Ótrúleg dramatík var undir lok leiks en KR fékk vítaspyrnu og þá varð allt brjálað og Kjartan Henry Finnbogason sá rautt. Pálmi Rafn tók spyrnuna en lét Ingvar Jónsson verja frá sér og mikil fagnaðarlæti brutust út hjá Víkingum.

Svona upplifði Kjartan atburðarásin. „Það er laus bolti í teignum og við erum að reyna að jafna leikinn. Svo lendi ég inni í markinu, held að mér hafi verið hrint. Þegar ég lít svo upp þá er þarna 20 manna hópur að kýtast, ég sé Þórð vin minn að hrinda frá sér í okkar mönnum. Ég er æstur og sé bara rautt, ætla að hrinda honum í burtu. Ég sé þetta núna þegar það er búið að endursýna þetta, búið að zooma inn og setja þetta í hæga endursýningu. Þá fer ég í hökuna eða hálsinn á honum, ég var ekki að láta hnefana tala. Ef ég hefði ætlað mér að kýla einhvern í andlitið þá hefði sá aðili líklega brugðist öðruvísi við,“ sagði Kjartan við 433.is í dag.

Meira:
Sjáðu augnablikið þegar Kjartan virðist kýla Þórð í gær: „Þarf samt ekki að ræða hvað þetta er léleg hnefasamloka?“

Kjartan segir það af og frá að hann hafi verið að kýla Þórð. „Þetta var klaufalegt og ég hef beðist afsökunar á því, það er leiðinlegt að sjá fyrirsögnina um að ég hafi verið að kýla mann. Það var ekki þannig.“

Kjartan segir að með því að hægja á atvikinu og þrengja rammann, sé auðvelt að fá það út að hann hafi látið hnefana tala.

„Þetta er bara eins og VAR er, maður lenti í því Danmörku. Það er hægt að láta alls konar líta illa út, það sem ég gerði var ekki í lagi. Ég verðskuldaði þennan lit af spjaldi, ég er ekki að skafa af því. Ég hef ekki lagt það í vana minn að kýla menn, ég sveiflaði ekki hendinni til að kýla mann. Ég var að ýta manni í burtu sem átti ekkert erindi þarna, það var klaufalegt.“

Kjartan og Þórður féllust í faðma í leikslok enda léku þeir saman hjá KR um tíma. „Hann var í KR með okkur, frábær náungi og eflaust lent í verri hlutum. Við hlógum af þessu, þetta er grátbroslegt. Ég var ekki góð fyrirmynd þarna. Víkingar hafa verið frábærir í sumar og það er meistaralykt af þeim, ég vona þeirra vegna að þeir klári sitt.“

Kjartan Henry hefði líklega tekið vítaspyrnuna í gær hefði hann verið til staðar á vellinum. „Rúnar ræður því, hann er búinn að setja það upp fyrir leikinn. Ég og Pálmi erum báðir á lista, ég hugsa að ég hefði viljað taka spyrnuna. Ég hefði getað klikkað, frábærlega varið hjá Ingvar. Það fellur allt með þeim og það þarf til að vinna titla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Evrópudeildin: Elías Rafn á milli stanganna er Midtjylland gerði jafntefli

Evrópudeildin: Elías Rafn á milli stanganna er Midtjylland gerði jafntefli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sambandsdeildin: Alfons átti þátt í stærsta ósigri Mourinho á ferlinum – Tottenham tapaði á útivelli

Sambandsdeildin: Alfons átti þátt í stærsta ósigri Mourinho á ferlinum – Tottenham tapaði á útivelli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Meint ástkona Icardi stígur fram: Sakar hann um lygar eftir að eiginkonan sagði hann hafa haldið framhjá sér – Lífið mun sjá um þessar litlu tíkur

Meint ástkona Icardi stígur fram: Sakar hann um lygar eftir að eiginkonan sagði hann hafa haldið framhjá sér – Lífið mun sjá um þessar litlu tíkur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

53 milljón króna Rolls Royce bifreið Pogba slapp ósködduð – Var nokkrum metrum frá stórtjóni

53 milljón króna Rolls Royce bifreið Pogba slapp ósködduð – Var nokkrum metrum frá stórtjóni
433Sport
Í gær

Carragher hjólar í Solskjær og skilur ekkert í athugasemdum hans um stuðningsmenn United

Carragher hjólar í Solskjær og skilur ekkert í athugasemdum hans um stuðningsmenn United
433Sport
Í gær

Paul Scholes: „Ég vil ekki vera gleðispillir“

Paul Scholes: „Ég vil ekki vera gleðispillir“