fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Enski boltinn: De Gea hetja Manchester United – Leicester tókst ekki að jafna gegn Brighton

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 19. september 2021 14:56

Christiano Ronaldo / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum var að ljúka í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Manchester United kom til baka gegn West Ham og sigraði og Brighton hafði betur gegn Leicester.

West Ham tók á móti Manchester United á London Stadium. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega en Benrahma kom West Ham yfir þegar hálftími var liðinn af leiknum. Ronaldo jafnaði metin aðeins fimm mínútum síðar en hann var ansi hættulegur í leiknum og ógnaði mikið. Lokamínúturnar í leiknum voru ótrúlegar en Lingard kom gestunum yfir undir lok leiks með frábæru marki en hann var nýkominn inn á. West Ham fékk vítaspyrnu í uppbótartíma og var Mark Noble skipt inn á til að taka spyrnuna en David de Gea varði spyrnuna og tryggði Manchester United þrjú stig.

West Ham 1 – 2 Manchester United
1-0 S. Benrahma (´30)
1-1 C. Ronaldo (´35)
1-2 J. Lingard (´89)

Þá tók Brighton á móti Leicester. Brighton var miklu betra liðið í fyrri hálfleik og litu leikmenn Leicester út fyrir að vera þreyttir en þeir spiluðu í Evrópudeildinni á fimmtudag. Maupay kom Brighton yfir á 35. mínútu úr vítaspyrnu. Danny Welbeck tvöfaldaði forystu heimamanna snemma í seinni hálfleik með skalla.

Jamie Vardy minnkaði muninn rúmum tíu mínútum síðar eftir frábæran bolta frá Tielemans. Lookman jafnaði stuttu síðar en markið var dæmt af vegna rangstöðu á Harvey Barnes. Ndidi kom boltanum í netið undir lok leiks en markið var aftur dæmt af vegna rangstöðu á Barnes. Lokatölur því 2-1 fyri Brighton.

Brighton 2 – 1 Leicester
1-0 N. Maupay (´35)
2-0 D. Welbeck (´50)
2-1 J. Vardy (´61)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tveir handteknir grunaðir um að hafa nauðgað konu á föstudag

Tveir handteknir grunaðir um að hafa nauðgað konu á föstudag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Búið að ganga frá launapakkanum sem Þorvaldur fær í Laugardalnum – Þetta þénaði Vanda í starfinu

Búið að ganga frá launapakkanum sem Þorvaldur fær í Laugardalnum – Þetta þénaði Vanda í starfinu
433Sport
Í gær

Arsenal tók Chelsea og slátraði þeim – Tylltu sér á toppinn

Arsenal tók Chelsea og slátraði þeim – Tylltu sér á toppinn