fbpx
Þriðjudagur 26.október 2021
433Sport

Jóhann Berg fagnar aukinni samkeppni – Klár í slaginn gegn Arsenal

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. september 2021 10:00

Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson verður í eldlínunni þegar Burnley tekur á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Burnley á eftir að vinna sinn fyrsta leik á tímabilinu.

„Arsenal hefur átt brösuga byrjun en náðu góðum sigri gegn Norwich í síðustu umferð. Þeir koma með meira sjálfstraust til leiks,“ sagði Jóhann Berg.

„Við vitum það að þeir hugsa um erfiðan leik á Turf Moor og við ætlum að gera þeim erfitt fyrir. Arsenal er alltaf með gott lið og spila fínan fótbolta. Þeir hafa nokkra frábæra leikmenn, við munum gera þeim erfitt fyrir og spyrja þá spurninga.“

„Byrjunin þeirra hefur verið brösug og því er tækifæri fyrir okkur á heimavelli til að koma tímabilinu af stað.“

Burnley er með eitt stig en gegn Brighton, Leeds og Everton hefur liðið komist yfir en ekki tekist að halda út.

„Við erum yfirleitt betri en þetta, vonandi kemur þetta á laugardag.“

Aukin samkeppni er hjá Burnley eftir að félagið keypt kantmanninn Max Cornet. „Það á að vera samkeppni um stöður í úrvalsdeildinni. Okkur vantaði það kannski í fyrra, það er frábært. Þú gefur meira í á æfingum. Samkeppni er heilbrigð.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íhuga það alvarlega að reka Solskjær – Stjórnin fundar

Íhuga það alvarlega að reka Solskjær – Stjórnin fundar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gleymdu að læsa hurðinni – Slagsmál brutust út í Lundúnum í gær

Gleymdu að læsa hurðinni – Slagsmál brutust út í Lundúnum í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Enginn neyðarfundur í gær – Telur að eitthvað gæti gerst á næstu klukkutímum

Enginn neyðarfundur í gær – Telur að eitthvað gæti gerst á næstu klukkutímum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Myndband af stórstjörnu að naga tærnar á tvítugri dóttur sinni vekur mikla athygli

Myndband af stórstjörnu að naga tærnar á tvítugri dóttur sinni vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Spænski boltinn: Suarez náði í stig fyrir Atletico gegn toppliðinu

Spænski boltinn: Suarez náði í stig fyrir Atletico gegn toppliðinu
433Sport
Í gær

Ítalski boltinn: Juventus og Inter skildu jöfn

Ítalski boltinn: Juventus og Inter skildu jöfn