fbpx
Föstudagur 22.október 2021
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Verðskuldaður sigur Liverpool – Messi, Mbappe og Neymar tókst ekki að vinna í Belgíu

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 15. september 2021 21:12

Jordan Henderson fagnar marki Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex leikjum lauk nýlega í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

A-riðill

Club Brugge 1-1 PSG

Paris Saint-Germain, með Lionel Messi, Kylian Mbappe og Neymar í byrjunarliðinu, gerði aðeins jafntefli gegn Club Brugge í Belgíu í kvöld.

Leikurinn var fjörugur. Ander Herrera kom gestunum frá París yfir á 15. mínútu með marki eftir fyrirgjöf Mbappe.

Hans Vanaken jafnaði leikinn fyrir Club Brugge 27. mínútu. Lokatölur 1-1.

Lionel Messi í leiknum í kvöld. Mynd/Getty

Man City 6-3 RB Leipzig

Manchester City mætti RB Leipzig á heimavelli og sigraði í miklum markaleik.

Nathan Ake kom City yfir á 16. mínútu. Á 28. mínútu tvöfölduðu Englandsmeistararnir forystu sína þegar Nordi Mukiele setti boltann í eigið net.

Á 42. mínútu minnkaði Christopher Nkunku muninn fyrir Leipzig. Í uppbótartíma fyrri hálfleik kom Riyad Mahrez heimamönnum svo í 3-1.

Nkunku var aftur á ferðinni snemma í seinni hálfleik og minnkaði muninn að nýju.

Jack Grealish skoraði svo sitt fyrsta Meistaradeildarmark á 56. mínútuog kom City í tveggja marka forystu að nýju.

Nkunku gafst ekki upp og fullkomnaði þrennu sína á 73. mínútu.

Joao Cancelo og Gabriel Jesus áttu þó eftir að skora fyrir City á síðasta stundarfjórðungi leiksins. Lokatölur 6-3.

Angelino, fyrrum leikmaður Man City, fékk rautt spjald seint í leiknum.

Marki fagnað í kvöld. Mynd/Getty

B-riðill

Liverpool 3-2 AC Milan

Liverpool vann verðskuldaðan sigur gegn AC Milan á Anfield.

Liverpool var miklu betri aðilinn allt frá upphafi. Liðið náði forystu á 9. mínútu þegar fyrirgjöf Trent Alexander-Arnold fór af Fikayo Tomori og rataði í netið.

Fimm mínútum síðar fékk Liverpool vítaspyrnu þegar Andy Robertson sparkaði boltanum í hönd leikmanns Milan. Mohamed Salah fór á punktinn en Mike Maignan gerði sér lítið fyrir og varði frá honum.

Þvert gegn gangi leiksins jafnaði Ante Rebic fyrir gestina á 42. mínútu. Hann skoraði þá eftir frábæra sókn Mílanó-liðsins.

Milan var búið að snúa leiknum við stuttu síðar þegar Brahim Diaz potaði boltanum yfir línuna eftir að skot Theo Hernandez var varið.

Liverpool stjórnaði leiknum áfram í seinni hálfleik og uppskar mark á 49. mínútu. Þá kom Salah boltanum í netið eftir sendingu inn fyrir vörn Milan frá Divock Origi.

Jordan Henderson skoraði sigurmark heimamanna þegar rúmar 20 mínútur lifðu leiks með flottu skoti fyrir utan teig. 3-2 sigur staðreynd.

Atletico Madrid 0-0 Porto

Hvorugu liðinu tókst að skora í leik Atletico Madrid og Porto á Spáni.

Chancel Mbemba, leikmaður Porto, fékk nokkuð umdeilt rautt spjald í lok leiks.

C-riðill

Sporting 1-5 Ajax

Ajax burstaði Sporting. Leikið var í Portúgal.

Sebastian Haller kom Ajax í 0-2 með mörkum á fyrstu tíu mínútum leiksins. Paulinho minnkaði muninn fyrir heimamenn á 33. mínútu.

Áður en fyrri hálfleik lauk skoraði Steven Berghuis og kom Ajax í 1-3.

Haller fullkomnaði þrennuna með marki snemma í seinni hálfleik. Hann skoraði svo eitt mark í viðbót á 63. mínútu.

D-riðill

Inter 0-1 Real Madrid

Real Madrid vann sterkan sigur á Inter. Leikið var í Mílanó.

Bæði lið brenndu af færum í leiknum. Það stefndi í markalaust jafntefli þegar Rodrygo gerði sigurmark leiksins fyrir Real eftir sendingu frá Eduardo Camavinga. Lokatölur 0-1.

Frá leiknum í kvöld. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjarmaði að Ingvari sem gerði upp á milli Heimis Hallgríms og Arnars

Þjarmaði að Ingvari sem gerði upp á milli Heimis Hallgríms og Arnars
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Íslendingur breytti 120 krónum í milljón

Íslendingur breytti 120 krónum í milljón
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jack Wilshere hefði getað farið til Derby í sumar – „Ég talaði við Rooney“

Jack Wilshere hefði getað farið til Derby í sumar – „Ég talaði við Rooney“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eigendur Newcastle í viðræðum við Paulo Fonseca – Eddie Howe og Roberto Martinez einnig orðaðir við félagið

Eigendur Newcastle í viðræðum við Paulo Fonseca – Eddie Howe og Roberto Martinez einnig orðaðir við félagið
433Sport
Í gær

Meint ástkona Icardi stígur fram: Sakar hann um lygar eftir að eiginkonan sagði hann hafa haldið framhjá sér – Lífið mun sjá um þessar litlu tíkur

Meint ástkona Icardi stígur fram: Sakar hann um lygar eftir að eiginkonan sagði hann hafa haldið framhjá sér – Lífið mun sjá um þessar litlu tíkur
433Sport
Í gær

53 milljón króna Rolls Royce bifreið Pogba slapp ósködduð – Var nokkrum metrum frá stórtjóni

53 milljón króna Rolls Royce bifreið Pogba slapp ósködduð – Var nokkrum metrum frá stórtjóni
433Sport
Í gær

Segir einn leikmann íslenska landsliðsins vera á vörum allra í Danmörku – ,,Hann er góður knattspyrnumaður en klikkaður“

Segir einn leikmann íslenska landsliðsins vera á vörum allra í Danmörku – ,,Hann er góður knattspyrnumaður en klikkaður“
433Sport
Í gær

Þjálfari Bayern fluttur til Þýskalands með sjúkraflugvél

Þjálfari Bayern fluttur til Þýskalands með sjúkraflugvél