fbpx
Föstudagur 24.september 2021
433Sport

Wijnaldum fann ekki ástina hjá Liverpool

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. september 2021 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Georginio Wijnaldum miðjumaður PSG segist ekki hafa fundið neina ást frá Liverpool, sökum þess hafi hann ákveðið að yfirgefa félagið.

Wijnaldum fór frítt frá Liverpool í sumar og gekk í raðir PSG, hann var nálægt því að fara til Barcelona en PSG kom með alvöru seðla á borðið.

„Þú ferð eftir tilfinningu þinni,“ segir Wijnaldum í nýju viðtali.

„Fyrir nokkrum mánuðum þá hafði ég látið vita af því að ég vildi vera áfram hjá Liverpool. Liverpool gaf mér ekki þá tilfinningu að félagið vildi halda mér. Ég leitaði því annað.“

Wijnaldum ræðir svo um áhuga Barcelona. „Ég var mjög ánægður með tilboð Barcelona, frá því að ég var krakki þá hafa hollenskir leikmenn gert vel þarna.“

„Ég ætlaði að fara þangað en viðræður tóku langan tíma og Paris kom upp. Þeir sýndu mikinn metnað í að klára þetta og ég var klár í ævintýrið.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Paulo Fonseca segir að Tottenham hafi kosið varnarbolta fram yfir sóknarbolta

Paulo Fonseca segir að Tottenham hafi kosið varnarbolta fram yfir sóknarbolta
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hugi hættir í The Mike Show – Umdeild ummæli féllu á dögunum

Hugi hættir í The Mike Show – Umdeild ummæli féllu á dögunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Seðill vikunnar: Sérfræðingur velur táknin fyrir þig – 380 kúlur í pottinum

Seðill vikunnar: Sérfræðingur velur táknin fyrir þig – 380 kúlur í pottinum
433Sport
Í gær

Lokaumferðin fer fram á réttum tíma – Hvaða lið fellur með Fylki?

Lokaumferðin fer fram á réttum tíma – Hvaða lið fellur með Fylki?